Boom  Yo-landi Visser meðlimur í S-afrísku hljómsveitinni Die Antwoord prýðir forsíðu Nýs lífs. Meðlimir hljomsveitarinnar veita sárasjaldan viðtöl og eru fræg fyrir að storma burt eða snúa útúr þegar þau nást í viðtöl. Yo-landi hefur aðeins veitt tvö viðtöl ein og annað þeirra er að finna í Nýju lífi sem kom út í dag en hitt var í tímaritinu Dazed & Confused.

Yo-landi kemur til dyranna eins og hún er klædd og gefur ekkert eftir, saga hennar er stórmerkileg og viðtalið hressilegt.

„Við óskuðum eftir viðtali við hana en bjuggumst ekkert sérstaklega við því að það yrði samþykkt. Þar sem við höfum heyrt að þau veiti helst ekki viðtöl og hvað þá Yo-landi ein. En ég vissi að hún væri mikill Bjarkar-aðdáandi og þráði að koma til Íslands þannig það var kannski von og af minni reynslu hefur það oftast verið nóg tilefni til að fá erlendar stórstjörnur í viðtöl. Þetta small svo saman á seinustu stundu rétt fyrir prent og ósk okkar rættist“, segir Erna Hreinsdóttir ritstjóri Nýs lífs sem er kampakát með útkomuna.

 

01 ForsYolandi

SPENNANDI VIÐTAL: Yolandi er loksins á leiðinni til Íslands og er í viðtali við Nýtt líf sem kom í verslanir í dag.

.

 

 

 

Related Posts