Kveður hvíta tjaldið í bili:

Leikstjórinn Woody Allen (79) hefur ákveðið að taka sér frí frá kvikmyndum í fullri lengd og mun næstu misseri þróa sína eigin sjónvarpsseríu.

Þættirnir hafa ekki ennþá hlotið nafn en vitað er að hver verður hálftími að lengd og búist er við blöndu af gríni og drama, eins og Allen er lagið. Aðalframleiðandi þessara þátta, Roy Price, segir að þættirnir verða gefnir út á svokallaðar ,,stream“-síður.

,,Woody hefur gert nokkrar af bestu myndum allra tíma og það er mikill heiður að fá hann um borð í þetta. Aldrei hefur hann áður komið að sjónvarpsþáttagerð. Þetta verður spennandi,“ segir Price.

Sjálfur Woody fer örlítið meira leynt með sinn spenning. ,,Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég datt í þetta verkefni. Ég hef engar hugmyndir á borðinu. Mín ágiskun er sú að Roy Price sjái eftir þessu,“ sagði Allen í gríni.

 

Related Posts