Heiðskírt og 20 stiga hiti víða:

Á meðan ekkert lát er á snjókomu hér á Íslandi er vorið mætt til leiks í Danmörku. Raunar mætir vorið þarlendis með slíkum hvelli í dag að Krabbameinsfélag landsins (Kræftens Bekæmpelse) hefur gefið út sólskinsaðvörun. Félagið varar Dani við að liggja of lengi í sólinni í dag vegna hættu á húðkrabbameini.

Fjallað er um málið í Ekstra Bladet. Þar segir að í dag verði allt að 20 stiga hiti víða í Danmörku og heiðskýrt. Raunar fengu Danir góðan forsmekk að vorveðrinu í gærdag en þá mældist allt að 17 stigi hiti.

Anne Waagstein talskona Kræftens Bekæmpelse segir í samtali við Ekstra Bladet að þótt sólskin og hiti sé dásamlegt skuli fólk huga að magni útfjólublárra geisla frá sólu og verja sig gegn þeim eftir þörfum.

Það skyggir svoldið á gleði Dana að strax á morgun, sunnudag, verður víða skýjað og úrkoma og hitinn mun lækka niður í 13 gráður.

Related Posts