Stórtíðinda að vænta á nýju ári:

 

Völva Vikunnar rennur út eins og heitar lummur á sölustöðum og í dreifingu á laugardaginn var blaðið hreinlega rifið úr höndum dreifingastjórans þegar hann birtist.

Enda spádómar Völvunnr þetta árið um margt merkilegir:

„Það kæmi mér ekki á óvart þótt leiðir Ólafs og Dorritar skilji þegar hann lætur af embætti en það verður ekki með neinum látum.“

Og svo þetta:

„En netmiðli sem flytur harðar og grófar fréttir verður lokað vegna einhvers hneykslis.“

Um sjávarútvegsráðherra og Fiskistofu er þetta:

„Það að flytja Fiskistofu norður til Akureyrar verður algjört klúður og Sigurður Ingi Jóhnnsson sjávarútvegsráðherra mun ekki eiga sér viðreisnar von eftir það.“

Ríkisstjórnin fellur:

„Ríkisstjórnin lifir líklega út árið en hún lifir ekki út kjörtímabilið.“

Svo fátt eitt sé nefnt – tryggið ykkur eintak í tíma.

 

Related Posts