Hve lengi hafa Skotar lagað viskí?

Á miðöldum barst kunnátta munka í eimingu vökva og áfengisgerð um Evrópu. Sterkir drykkirnir voru notaðir í lækningaskyni; til að vinna á sóttum og sjúkdómum og lina þrautir. Orðið viskí á rætur að rekja til gelískunnar uisge beatha sem merkir lífsvatnið og er aqua vitae á latínu. Fyrsta vísbendingin um viskígerð á Skotlandi er frá 1494 en þá fékk munkur að nafni John Corr sendingu af malti til að framleiða 500 flöskur af þessum eftirsótta töfradrykk.

Viskíframleiðendur á Skotlandi telja sig margir framleiða elsta viskíið þar. Rætur framleiðenda á borð við Bowmore, Strathisla, Balbair og Glen Garioch liggja aftur til loka 18. aldar. En elstu framleiðendur viskís eru á Írlandi. Leyfi fyrirtækisins Old Bushmills er nefnilega frá árinu 1608.

Related Posts