Jón Proppé listheimspekingur segir Guðjón Bjarnason meðal frumkvöðla á Indlandi:

„Guðjón hefur búið á Indlandi undanfarin ár og það endurspeglast í þessum nýju verkum hans. Hann hefur lagt sig fram um að kynnast Indverjum og indverskri menningu,“ segir Jón Proppé listheimspekingur um risasýningu Guðjóns Bjarnasonar listamanns og arkitekts í Þjóðarlistasafni Indlands í Nýju Delí í lok mánaðarins.   „Ég held að velgengni hans þarna endurspegli áhuga hans og virðingu fyrir umhverfinu.“

Eins og fram kom á vefsíðu Séð og Heyrt um helgina nýtur Guðjón mikillar velgengni á Indlandi þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Sýningin sem hér um ræðir er stærsta einkasýning á vegum Þjóðarlistasafnsins síðan það var stofnað fyrir 60 árum síðan. Sýningin ber heitið GOlden SectiONs-the global work of Gudjon Bjarnason. Um er að ræða boðsýningu og er hún jafnframt hluti af listahátíðinni Indian Art Fair.

„Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum við sýningu Guðjóns. Indverjar eiga marga góða samtímalistamenn og það má sjá indverska myndlist á söfnum um allan heim. Samt á ég von á að verk Guðjóns muni þyka nýstárleg og áhugaverð,“ segir Jón Proppé.

„Áhugi á indverskri list hefur aukist á síðustu áratugum en það eru ekki margir vestrænir listamenn sem hafa farið þangað og tekið þátt í listalífinu á Indlandi. Þar er Guðjón meðal frumkvöðla.“

 

SLÆR Í GEGN: Guðjón Bjarnason hefur slegið í gegn sem arkitekt á Indlandi. Hér sést hann ásamt einum samstarfsmanni sínum Roopa Shetty innanhúsarkitekt.

SLÆR Í GEGN: Guðjón Bjarnason hefur slegið í gegn sem arkitekt á Indlandi. Hér sést hann ásamt einum samstarfsmanni sínum Roopa Shetty innanhúsarkitekt.

Related Posts