Sigrún Lilja Guðjónsdóttir (34) er klárlega einstök:

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og í þetta sinn steig hún svo sannarlega út fyrir þægindarammann. Gyðjan, eins og Sigrún Lilja er gjarnan kölluð, endurgerir Paper magazine-forsíðuna frægu með Kim Kardashian. Sigrún Lilja hefur glímt við mikla erfiðleika undanfarið og hluti af bataferlinu var að sitja fyrir kviknakin í einstakri einkamyndatöku fyrir Séð og Heyrt.

Frjáls „Nekt er fyrir mörgum svo mikið feimnismál að hún er sjaldan rædd sem er skemmtilegt því að á sama tíma er „free the nipple“ baráttumál ungra kvenna. Margar konur eru feimnar við eigin líkama,“ segir Sigrún Lilja sem er á öðru máli og telur að nekt sé ekkert feimnismál.

GYÐJAN NAKIN: „Mig langar einfaldlega og hef gríðarlega þörf fyrir að vera frjáls og sérstaklega eftir það sem undan er gengið og fyrir mér er það frelsi að þora að sýna hver ég raunverulega er og vera nakin á meðan.“

GYÐJAN NAKIN: „Mig langar einfaldlega og hef gríðarlega þörf fyrir að vera frjáls og sérstaklega eftir það sem undan er gengið og fyrir mér er það frelsi að þora að sýna hver ég raunverulega er og vera nakin á meðan.“

Sigrún Lilja fékk alvarlegt taugaáfall í vor sem fylgdi algjört niðurbrot. Þessi forsíðu myndataka er hluti af uppbyggingarferlinu.

Ég hef staðið í erfiðum málum sem tekið hafa mikið á mig. Ég vil ekki fara nánar út í það um hvað það snerist en það gerði það að verkum að ég fékk alvarlegt taugaáfall í vor. Ég fékk sem betur fer viðeigandi aðstoð og hef verið markvisst að byggja mig upp síðan. Sjálfstraustið var í molum sem kom mjög aftan að mér þar sem ég hafði alltaf verið sú sem framkvæmdi og hafði ekki áhyggjur af áliti annarra og var að hjálpa konum a námskeiðunum mínum hér heima og á Bali við að vinna í uppbyggingu. Það er því skrýtið að vera svo allt í einu komin á algjöran botn sjálf. En ég fékk góða hjálp og finn hvernig ég er að koma til baka og verða ég sjálf aftur dag frá degi.“

 

Elskar að vera með góð brjóst og mjaðmir

ELSKAR AÐ STRIPPLAST: „Ég er oft að striplast eitthvað heima, er ekki mjög spéhrædd. Maðurinn minn minnir mig stundum a að við eigum nágranna sem verða örugglega þreyttir á þessu stripli mínu.“

ELSKAR AÐ STRIPPLAST: „Ég er oft að striplast eitthvað heima, er ekki mjög spéhrædd. Maðurinn minn minnir mig stundum a að við eigum nágranna sem verða örugglega þreyttir á þessu stripli mínu.“

„Hlutir sem voru sjálfsagðir og auðveldir urðu allt í einu stórmál. En þegar maður tekst á við það dag frá degi og finnur litlu sigrana, þá smám saman byrjar maður að finna sig aftur. Þessi forsíðumyndataka er fyrir herferðina á Gyðju-úrunum og er stór hluti af þessu ferli hjá mér. Að þora að stiga út fyrir rammann á þennan hátt, vitandi að fólk geti dæmt mig og allt það. En sigurinn er sá að vera örugg í eigin skinni og standa með því sem skiptir mig máli í lífinu alla leið. Að fá að vera ég sjálf, vera sjálfstæð og hugrökk og njóta þess að þurfa ekki að vera fullkomin. Í dag er ég stolt af því að vera ég, mér finnst gaman að fara reglulega úr þessu hefðbundna og leyfa kynþokkanum að njóta sín því ég er stolt af mínum líkama og elska að vera með góð brjóst og mjaðmir. Á meðan ég er sátt í eigin skinni læt ég neikvæðis raddir eins og vind um eyru þjóta. Það er svo magnað að í menningarsamfélaginu sem við búum í þurfa konur einhvern veginn alltaf að vera vissar um að hafa fullkomna ástæðu fyrir því sem þær gera eða segja.

Við verðum eiginlega bara að vera annaðhvort, það er bara eins og það sé ómögulegt fyrir konu að vera bæði kynþokkafull og líka í alvarlegri ábyrgðarstöðu samkvæmt stöðlum samfélagsins.

Er óhrædd við að sýna nekt. Mér finnst nekt ekkert tiltökumál. Nekt er falleg að mínu mati og ekkert til að skammast sín fyrir.

 

Konur eru alla vega sexí

„Það er eins og samfélagið segi að við konur megum ekki segja það sem okkur býr í brjósti, við megum ekki vera „sexí“ og alls ekki sýna það opinberlega og ef við gerum það þá getum við ekki verið með toppstykkið í lagi. Það er bara eitthvað verulega brenglað við það því þegar karlmenn gera það kippa sér fæstir upp við það.“

EINFÖLD KLASSÍK: Það þarf ekki alltaf mikið til að það sé meira, úr og hanskar hvað þarf kona annað.

EINFÖLD KLASSÍK: Það þarf ekki alltaf mikið til að það sé meira, úr og hanskar hvað þarf kona annað.

Sigrún Lilja hefur mjög ákveðnar og sterkar skoðanir og er alls óhrædd við að láta þær í ljós.

„Við höfum allar rétt á því að hleypa innri gyðjunni út og gera það sem okkur langar til.

Ég hef mjög gaman af því að á daginn er ég oftast lokuð inni á skrifstofu á fundum eða fyrir framan tölvuna og því hef ég þá enn meira gaman að bregða mér í þetta hlutverk og hleypa kynþokkanum mínum út, án þess að skammast mín fyrir það.

Ég er að koma mun sterkari til baka, í raun sterkari en ég hef nokkurn tíma verið. Ástríðan er komin aftur og alveg örugglega bara tvöföld. Núna finn ég hvernig ég er tilbúin að keyra á hlutina og ætla ekki að láta hræðslu við að þurfa að vera fullkomin stjórna mér.“

 

Fullkomnun er hugarástand – ekki stöðluð stærð

„Ég er ekki fullkomin, ég verð það aldrei og mig langar ekki að vera það. Það að reyna að vera fullkomin fyrir allt og alla var næstum búið að ganga frá mér. Núna geri ég bara það sem mig langar til, án þess að þurfa að útskýra það fyrir einum eða neinum. Ég ræð mér sjálf og frelsið sem felst í því að átta sig á því að það munu aldrei öllum líka vel við mann og sætta sig við, það er ólýsanlegt.“

Sigrún Lilja er staðráðin í því að gera það sem að hana langar til og vill leyfa öðrum að gera slíkt hið sama án þess að fara í niðurbrot eða baktala náungann.

„Ef þú finnur fyrir öfund þegar þú sérð einhverja eða einhvern fylgja sínum draumum á einn hátt eða annan þá merkir það að þetta er eitthvað sem þig langar. Það er því gott að skoða vel hvað það er hjá þessari manneskju sem veldur öfundinni og nýta það sem leiðarvísi, því það er ákkúrat það sem öfundin er, leiðarvísir til að sýna okkur hvert okkur langar að fara og gera.

ER AÐ JAFNA SIG EFTIR TAUGAÁFALL: „Í gegnum ferlið undan farið hef ég áttað mig á að þegar maður lifir ekki til fulls eða ef að maður leyfir sér ekki að prufa nýja hluti eða er hikandi eða hræddur þá væri það líf sem myndi ekki færa mér næga hamingju.“

ER AÐ JAFNA SIG EFTIR TAUGAÁFALL: „Í gegnum ferlið undan farið hef ég áttað mig á að þegar maður lifir ekki til fulls eða ef að maður leyfir sér ekki að prufa nýja hluti eða er hikandi eða hræddur þá væri það líf sem myndi ekki færa mér næga hamingju.“

Á rassinum eins og Kim

Sigrún Lilja hefur komið ýmsu á markað undir nafni Gyðju, bæði úr og vegan-töskur og margt fleira sem landsmenn kannast við.

„Þegar að ég var að hugsa um það hvernig að ég gæti vakið athygli á úrunum þá vissi ég strax að ég vildi tengja það við Karadashian-systur, þar sem að þær systur Khloe og Kylie voru fyrstu konurnar í heiminum til að tryggja sér úrið löngu áður en það kom út. Mig langar alltaf að gera eitthvað nýtt og öðruvísi þegar ég kem með nýja vöru. Svo kom þessi paper-hugmynd upp og eftir að hafa rætt hana við nokkra aðila sem ég treysti og tóku vel í pælingarnar og eftir að hafa fengið grænt ljós frá manninum mínum þá var ákveðið að kýla á þetta. Ég sjálf fer nefnilega svo gjörsamlega út fyrir normið oft á tíðum að það er þá gott að geta rætt hugmyndirnar við ráðgjafa bara svona ef maður skildi ætla að fara allt of langt yfir strikið. Fyrir mér er nekt ekkert tiltöku mál, hún er náttúrleg og falleg. Við eigum að leyfa gyðjunni í okkur njóta og vera frjálsar í eigin skinni,“ segir hin ófeimna og frakka Sigrún Lilja.

Lestu Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts