Rokkabillí er tónlistarstefna sem kennd er við sjötta áratuginn en í henni varð samruni á milli rokkarans og sveitadurgsins (hillbilly). Það er eitthvað við þetta tímabil sem við elskum öll. Tónlistin, bílarnir, leðurjakkarnir og stóru pilsin gefa okkur ímynd einfaldari en  jafnframt villtari tíma. Nú sjáum við ólíka strauma bætast við rokkabillítískuna þar sem pönkið kemur sterkt inn og er nú tilkomin samsuðan svokallaða „psychobilly“. Hér eru nokkur ráð til þeirra sem vilja ná rokkabillíútlitinu.

 

 

Strákar þurfa þrennt: brilljantín, brilljantín og brilljantín.

 

Þessi greiðsla er kennd við frægu forsíðustúlkuna Bettie Page. Notað er krullujárn til að „bretta upp á“ stuttan toppinn.

 

„Victory rolls-“ greiðslan varð vinsæl á fimmta áratugnum en var notuð mikið á rokkabillítímanum og sér í lagi í rokkabillítísku dagsins í dag. Þessi greiðsla þarfnast þolinmæði en verður gullfalleg þegar vel tekst til. Mæli með myndböndum á ww.youtube.com.

Förðunin er einföld. Breið lína með blautum „eyeliner“ og eldrauðum varalit (blátóna).

 

Kálfasídd er málið. Níðþröngar „capri-“ buxur sem ná upp í mitti eða pils í sama stíl. Oft eru breið belti notuð til að leggja áherslu á mittið. Svo eru til ótal falleg snið af þröngum kjólum með víðu pilsi.

 

Þú kemst upp með ýmsar gerðir af skóm innan rokkabillítískunnar en maður nær örugglega meiri „glamúr“ velji maður hælaskó.

 

Rammi: Viljirðu ná „psychobilly-“ útlitinu skaltu bæta við húðflúrum og jafnvel nokkrum „götunum“.

Related Posts