Síðasti EM kjóllinn fer til hæstbjóðanda:

ÁGÓÐINN TIL STYRKTARFÉLAGS KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Áfram Ísland Verslunin Kjólar og konfekt á Laugavegi bauð EM kjólinn til sölu. Seldust þeir næstum upp á fyrsta keppnisdegi íslenska landsliðsins á EM.

Nú er svo komið að aðeins einn kjóll er eftir og hefur verslunin ákveðið að bjóða hann hæstbjóðanda og mun ágóðinn renna óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Kjóllinn passar vel í stúkuna í Frakklandi, fyrir framan sjónvarpið eða í EM partýi á sunnudaginn.

Ef tilboðið er gott fylgja af sjálfsögðu skórnir og sokkabuxurnar með.

Tilboð óskast send í skilaboðum á facebook, með tölvupósti kjolar@kjolar.is eða í síma 517-0200.
ÁFRAM ÍSLAND

13507256_1204998066186858_6937908169583128841_n

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts