Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (70), fyrrverandi borgarstjóri, fagnaði sjötugsafmælinu með stæl:

Ættingjar, vinir og velunnarar Vilhjálms glöddu hann með nærveru sinni í sjötugsafmælinu og komu honum í þrígang á óvart.

Ungur að eilífu „Mér finnst ég bara vera að yngjast. Ég sef betur og vakna fyrr og þetta er allt í betri áttina. Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég verð 80 ára,“ segir Vilhjálmur himinlifandi með tímamótin. „Þetta var virkilega skemmtilegt afmæli með fjölskyldunni og vinum og kunningjum sem ég hef haft mest samskipti við í gegnum tíðina.“

Ræðuhöldum var stillt í hóf að ósk afmælisbarnsins en þó stigu ýmsir á stokk líkt og Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri, og Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem kastaði fram eftirfarandi stöku:

Villi hress um heiminn fer
hvað sem yfir dynur.
Glaður í bragði gjarnan er,
góður og traustur vinur.

Viljjálmur Vilhjálmsson

KOM PABBA Á ÓVART: Jóhanna, dóttir Vilhjálms, býr erlendis og pabbi hennar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún birtist á afmælinu. Feðginin voru kát og hýr ásamt Sr. Hjálmari Jónssyni sem kastaði fram stöku í tilefni dagsins.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts