Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (44) lætur verkin tala:

VILLI ER ALLT SEM ÞARF

Algjör nagli Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson lætur greinilega verkin tala, en þann 8. ágúst síðastliðinn birti hann myndir á facebooksíðu sinni af húsum á Vatnsstíg, sem hann sér daglega á leið til vinnu og sóðaskapnum sem þrífst í kringum húsin. Húsin eru beint fyrir neðan Laugaveg (milli Laugavegs og Hverfisgötu) aðalgötu miðbæjarins sem fleiri tugir ferðamanna rölta um daglega.

13895331_1769920549929744_2049115596717399326_n

„Harlem? Nei, 101 Reykjavík, 10 skrefum fyrir neðan Laugaveginn.‪#‎Welcome2Niceland‬,“ skrifar Vilhjálmur á facebook.

Og núna nokkrum dögum seinna er útsýnið allt annað, búið að snyrta til í kringum húsin og vonandi mun það endast lengur en framyfir Menningarnótt.

14021519_1771772716411194_7691744419326329444_n

„Skjót viðbrögð Reykjavíkurborgar ‪#‎velgertDagur‬,“ skrifar Vilhjálmur á facebook.

Vel gert Villi! Vel gert Reykjavíkurborg!

Séð og Heyrt komið á alla sölustaði.

Related Posts