Ólafur Ragnar (40), kokkur í mötuneyti fjölmiðlastjarnanna:

Ólafur Ragnar Eyvindsson matreiðslumeistari er elskaður og dáður af starfsfólki 365 miðla enda gerir hann allt fyrir það þegar kemur að mat.

EINS OG VERSLUN: Ólafur Ragnar býður upp á allt milli himins og jarðar þegar kemur að næringu fjölmiðlafólksins.

Skál í beinni Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur sótt um vínveitingaleyfi fyrir mötuneyti sitt sem kallast Matstofan og er stýrt af meistarakokkinum Ólafi Ragnari.

Hugsunin á bak við umsóknina er sú að lækka kostnaðinn við áfengiskaup fyrirtækisins sem er umtalsverður enda veislur margar og miklar þar sem ætíð er mikið vín í boði.

Með vínveitingaleyfinu myndi fyrirtækið geta keypt áfengi beint frá heildsölum og fá það sent í hús í staðinn fyrir að vera að senda starfsfólk ótt og títt í Vínbúðir ríkisins með tilheyrandi raski.

Ekki svo að skilja að Ólafur Ragnar ætli að fara að selja starfsfólki 365 miðla áfengi á vinnutíma nema þá við sérstakar aðstæður eftir klukkan 16 á föstudögum. Hér er verið að spá í sparnað í rekstri.

Ólafur Ragnar hefur slegið í gegn á Matofunni hjá 365 en mottó hans er að starfsfólkið eigi ekki að þurfa að yfirgefa svæðið til að ná sér í hressingu. Matstofan líkist verslun í bland við huggulegan veitingasal og niðurgreitt verð á máltíð er til fyrirmyndar, 600 krónur.

Hingað slæðist líka ferðafólk stundum og það fær afgreiðslu eins og aðrir en borgar fullt verð,“ segir Ólafur Ragnar en það nýjasta úr smiðju hans er að steikja egg og beikon með tilheyrandi sultum fyrir fjölmiðlafólkið sem mætir fyrst á morgnana til að sinna morgunfréttum og öðru.

ólafur ragnar kokkur

STJARNAN Í ELDHÚSINU: Ólafur Ragnar hrærir í potti og starfsfólkið iðar í skinninu eftir að komast í hádegismat.

„Við elskum Ólaf Ragnar,“ segir starfsfólkið einum rómi og meinar það.

Lestu Séð og Heyrt alla vikuna!

Related Posts