KSÍ

BJARTSÝNN: Jónas vill alla leið.

Jónas Ýmir Jónasson (39) sundlaugarvörður í Hafnarfirði:

Heiðarlegur Það vakti athygli þegar Jónas Ýmir Jónasson, sundlaugastarfsmaður úr Hafnarfirði, tilkynnti um framboð sitt til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, hefur setið á þeim stóli frá árinu 2007 og hefur margoft gustað þar um. Skemmst er að minnast umræðunnar um notkun starfmanns KSÍ á kreditkorti sambandsins á nektarstað í Sviss.

„Mér finnst komin tími til að breyta til og hleypa nýjum hugmyndum að. Ég þori – þess vegna fer ég á móti sitjandi formanni. Ég hef margar góðar hugmyndir fyrir starfsemi KSÍ og tel það heillaskref fyrir sambandið að breyta til.“

Kosning til formanns fer fram 14. febrúar næstkomandi á sjálfan Valentínusardaginn, spurning er hvort kærleikurinn muni svífa yfir vötnum þegar gengið verður til kosninga.

KSÍ

VINNUSTAÐURINN: Jónas tekur brosandi á móti gestum Suðurbæjarlaugar þar sem hann starfar.

„Geir hefur staðið sig vel, hann hefur verið hjá sambandinu í 18 ár bæði sem formaður og framkvæmdastjóri – allt hefur sinn tíma. Ég tel hollt að hleypa öðrum að.“

Jónas Ýmir segist vera góður liðsmaður á vinnustað, hreinskilinn og jákvæður. Hann er gallharður FH-ingur og er meðal annars rödd FH-útvarpsins þar sem hann lýsir knattspyrnuleikjum. Hann var jafnframt valinn FH-ingur ársins 2014.

 

Meira í nýjasta Séð og Heyrt.

Related Posts