Járnmaðurinn og stuðpinninn Robert Downey Jr. hefur þegar útilokað það að komi út önnur sjálfstæð mynd um hetjuna, framleiðendum ekki til mikillar ánægju, en sagði síðan í viðtali við Deadline að slíkt væri alls ekki af borðinu… svo framarlega sem Mel Gibson myndi leikstýra henni.

Gibson og Downey hafa verið miklir vinir í áraraðir, og þegar Gibson var sem eftirsóttastur aðstoðaði hann Robert þegar hann þurfti mest á því að halda. Eftir að ímynd töffarans Mel fór seinna brotnandi með árunum (á meðan Robert er einn hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood) hefur Járnmaðurinn oft opinberlega sagst vonast til þess að heimur fræga fólksins og áhorfenda gefi honum aftur séns.

,,Það er heilmikil samkeppni í þessum bransa og þetta snýst allt um hæfileika. (Mel) er ótrúlega fær í frásögnum og leikstjórastólnum. Mér finnst hann eiga ekki þurfa á neinni fyrirgefningu að halda frá öllum í heiminum.“

 

Related Posts