Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Kynnisferða, hefur í gegnum árin gert margt og mikið og ekki verið hræddur við að tjá sig um allt milli himins og jarðar. Hvort sem hann er í sjónvarpi, útvarpi eða blöðum er alltaf hægt að treysta á góðar og skemmtilegar pælingar frá honum. Hann svarar spurningum vikunnar.

STRÁKARNIR OKKAR ERU …? Að gera frábæra hluti. Bjarga þjóðarstoltinu eftir höggið frá hruninu

HVAÐA TEGUND AF  KLÓSETTI ÁTTU? Hef ekki hugmynd, ef ég væri að hugsa um það þá væri ég skrýtinn.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN?  Gúffaði í mig snarli úr ísskápnum.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Brenndur.

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? Flestu sem ég tek mér fyrir hendur.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómat, sinnep og remó.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Meira Facebook en öflugur á báðum.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Ævar Österby, gamall vinur minn, klippir mig.

BEST Á GRILLIÐ? Ég hef eiginlega engan þannig smekk hvað það varðar nema góða skapið.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 17 OG 19 Á DAGINN? Yfirleitt á leiðinni heim úr vinnu, sækja krakka, fara í matarbúð og undirbúa kvöldið.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Það eru einhverjir smáaurar og vítamín.

GÓÐUR: Einar svarar spurningum vikunnar.

GÓÐUR: Einar svarar spurningum vikunnar.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvítvín.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Ég á svo rosalega marga góða vini í útvarpinu að það væri erfitt að gera upp á milli þeirra.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Það man ég ekki.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Öll trixin í bókinni part tvö.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Kia Sól og hann er ógeðslega skemmtilegur. Hann er draumur út af fyrir sig.

HVENÆR FÓRSTU SEINAST Í KIRKJU? Það var fyrir svona þremur vikum.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Ég vildi hafa mátt til að sætta alla. Gæti sent sáttarsprengju inn á viðkvæm svæði í heiminum.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Þar sem sést í konuna mína.

KJÖT EÐA FISKUR? Það þyrfti helst að vera fiskur út frá mínu vaxtalagi en því miður.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei, ekki nema í sýnifangelsi í kúrekabæ í Arizona.

DRAUMAFORSETI? Einhver sem leiðir þjóðina með jákvæðum hætti inn í framtíðina.

STURTA EÐA BAÐ? 95% sturta.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFURU? Ég hef engan leyndan hæfileika.

REYKIRÐU?  Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Ég sef í nærfatnaði en hef engan sérstakan náttfatnað.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Þegar ég valdi mér konu og hún var tilbúin að taka þátt í því.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Ég hef ekki hugmynd um það.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ég man það ekki, ég táraðist seinast yfir Íslandi-Portúgal.

HVER ER ÞÍN STÆRSTA FÓBÍA? Ég er mjög lofthræddur.

HVERT ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Það er nú allur fjandinn, maður er alltaf að gaspra einhverja vitleysu.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Oftast um sjö leytið.

ICELANDAIR EÐA WOW? Það fer að sjálfsögðu eftir því hvert ég er að fara.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Í augnablikinu leigi ég.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Ég vildi óska að þessar þjóðir gætu lifað í sátt og samlyndi.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Yfirleitt byrja ég á Neti og tölvupósti en ég get ekki sleppt dagblaðinu.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Hún er úr sveit hjá ömmu og afa þegar ég var mjög, mjög ungur. Ég var svo ungur að mamma trúir ekki að ég muni þetta.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts