S.O.S. – Spurt og svarað:

 

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er áberandi í samkvæmislífinu, auk þess sem hann lætur til sín taka fyrir dómstólum landsins. Hann er harður í vörn og beittur í sókn og svarar hér spurningum Séð og Heyrt.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Man það ekki, það er svo langt síðan.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bæði.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Blautur.

HVERNIG ER ÁSTIN?
Frábær en hverful.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Mustang GT 2008, hvítur með blæju.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Get ekki sofið í fötum.

BUBBI EÐA SIGUR RÓS?
Bubbi.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að taka þessa bestu ákvörðun.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Ég ætlaði aldrei að byrja að tala.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Tala of mikið.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Get ekki gert upp á milli David Beckham og King Cantona.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ævisaga Sir Alex Fergusson.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
ManuTV.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Ofneyslu sætinda.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Nei.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Þau eru svo mörg atvikin. Yrði að vera sérútgáfa af S&H.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Betra bak.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Bikiní.

SILÍKON EÐA ALVÖRU?
Alvöru silíkon.

Related Posts