Gunnar Víking Ólafsson (55) sameinar mótorhjól og víkinga:

Gunnar Víking Ólafsson vekur athygli hvert sem hann fer, enda með eindæmum stór maður með sítt rautt hár og skegg. Hann er þó ljúfur sem lamb og er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Nors Riders en þar hefur hann sameinað áhugamál sín, mótorhjól og víkinga.

Mótorhjólavíkingur

REFFILEGUR: Gunnar Víking er víkingalegur og skegg hans með eindæmum flott.

Mótorhjólavíkingurinn „Ég stofnaði klúbbinn 11. desember 2013, sem sagt 11.12.13. Áhuginn á mótorhjólum hefur alltaf fylgt mér. Bróðir pabba, Halldór Gunnarsson heitinn, var á sínum tíma að hjóla í tunnu í tívolí, en hún er kölluð „The Suicide Barrell“ því menn hafa dáið í þessu,“ segir Gunnar Víking.

Mótorhjólavíkingur

GÓÐUR HÓPUR: Gunnar Víking er aðalmaðurinn í Nors Riders.

Ég stofnaði Einherja, víkingafélag Reykjavíkur, í mars 2008 og fólkið sem gekk í okkar raðir var fólk á yngri árunum. Mér var alltaf hugsað til mannanna sem ég hafði séð á mótorhjólum. Menn með sítt hár og skegg og mig langaði svo að fá þá í Einherja þannig að ég keypti mér hjól til að komast nær þeim.“

Eftir það datt mér í hug að stofna mótorhjólaklúbb til að sameina áhugann á mótorhjólum og víkingum og þá datt mér strax í hug nafnið Norrænir reiðmenn eða Nors Riders. Mér fannst nafnið svo flott að ég trúði ekki öðru en að einhver hópur bæri þetta nafn. Ég leitaði út um allt en fann ekki neinn hóp með sama nafni þannig að ég stofna félagið með þessu nafni,“ segir Gunnar.

Þegar kom að því að finna merki fyrir félagið þá langaði mig ekki til að fá einhverjar hauskúpur eða eitthvert einfalt merki heldur eitthvað sem tengdist víkingum og valdi því Oseberg-drekann. Tryggvi Larum, frændi minn, endurhannaði merkið okkar. Eftir miklar rannsóknir hafði hann komist að því hvernig tennurnar á drekanum, sem voru horfnar þegar hausinn fannst, áttu að vera og hann gaf okkur leyfi til að nota merkið. Við teljum að merkið okkar sé elsta merki hjólasambands í heimi.“

Mótorhjólavíkingur

TÖFFARAR: Fjölnir Bragason, Fjölnir Tattoo, mætti með félögum sínum og það er ljóst að harðari hópur er vandfundinn.

The Icelandic Viking

Gunnar er mikill áhugmaður um víkinga, er ásatrúar og segir menningu víkinga hafa fylgt sér alla tíð. Hann æfði lyftingar með Jóni Páli Sigmarssyni og segir þá hafa haft áhrif hvor á annan.

Þetta hefur fylgt mér síðan ég var krakki. Ég ólst upp í Ameríku, fór héðan tveggja ára, og var bara víkingurinn í skólanum úti. Ég var alltaf kallaður íslenski víkingurinn þannig að þetta hefur fylgt mér síðan,“ og þaðan eru að hluta til víkingafullyrðingar kraftakarlsins Jóns Páls Sigmarssonar komnar.

Ég var þarna í Jakabóli að lyfta og var alltaf að tala um víkinga og „The Viking Power“. Þar hitti ég Jón Pál heitinn sem smitaðist af mér og byrjaði að tala um að hann væri The Icelandic Viking. Ég ætla ekki að taka heiðurinn af víkingaöskrum Jóns en það er alveg ljóst að við smituðumst hvor af öðrum.“

Mótorhjólavíkingur

ALVÖRUMERKI: Einkennismerki Nors Riders er einstaklega töff.

Hjólablót

Gunnari hefur gengið vel að sameina áhugamál sín og á stuttum tíma hefur klúbburinn vaxið gríðarlega. Hann hefur nú þegar haldið eitt hjólablót og ætlar að gera það að árlegum atburði.

Við erum komnir í sextán lönd, það sem er sérstakt við það er að uppsprettan er frá Íslandi og það eru einungis tvö ár síðan við byrjuðum,“ segir Gunnar og bætir við að inntökuskilyrðin í klúbbinn séu ekki mörg.

Þú þarft að eiga hjól og sýna áhuga á víkingamenningu okkar. Þetta snýst ekki um að vera ásatrúar heldur einungis að sýna víkingamenningunni áhuga,“ segir Gunnar sem ætlar sér stóra hluti með klúbbinn.

Við erum búnir að taka þátt í hjólaferð með öðrum til að kynnast þessu og ætlum að safna í lið hér á Íslandi og taka þá einhverja góða hjólaferð saman. Á síðasta ári heyrðum við af hjólamessu sem hefur verið haldin í mörg ár. Þar sem ég er ásatrúarmaður þá spurði ég Hilmar Örn alsherjargoða hvort það væri til eitthvert hjólablót. Svo var ekki þannig að ég hélt fyrsta hjólablótið 9. júlí í fyrra og það verður núna árlegur viðburður, alltaf 9. júlí klukkan níu í Nauthólsvík og þar mun Hilmar Örn alsherjargoði halda blót.“

ÿØÿà

FLOTT HJÓL: Hjólin sem strákarnir eiga eru glæsileg og öll með einkanúmeri sem vísa í norræna goðafræði.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts