Vigdís Hauksdóttir (50), alþingismaður Framsóknarflokksins, situr fyrir svörum og lætur allt flakka:

 

APPLE EÐA PC?

PC

Aldís Pálsdóttir, alþingi, alþingiskona, alþingismaður, Framsókn, Framsóknarflokkurinn, séð og heyrt, spurt og svarað, Vigdís Hauksdóttir, þingkona, þingmaður, SH1506301785

VIGDÍS: Alltaf flott.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?
Allt og tvöfaldan skammt af remúlaði.

FACEBOOK EÐA TWITTER?
Facebook og Twitter í hjáverkum.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?
Hár Sögu á Hótel Sögu.

BORÐARÐU SVARTFUGLSEGG?
Nei – ég borða bara hænuegg.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN?
Í vetur hef ég verið í þinginu á þessum tíma – en í sumar ætla ég að vera í garðstörfum.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvítvín.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Það er svo langt síðan að ég man það ekki.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Þarf ég nokkuð að pæla í því – ætli hún verði nokkurn tíma skrifuð.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Hmmmm – er svo lítill bílafíkill – geri bara þá kröfu að þeir komi mér á milli staða.

KJÖT EÐA FISKUR?
Kjöt.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Það er nú algjörlega mitt mál.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Flytja með krakkana á Bifröst og hefja þar og ljúka lögfræðinámi.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Man ekki eftir neinni sérstakri – en þær eru margar sögurnar sem þau hafa ekki viljað segja af mér.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Þeir eru nú margir – innlendir sem erlendir og get ekki gert upp á mill.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Fór með son minn ungan í bíó og grét fögrum tárum yfir Lion King.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Garðyrkjuþátt.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Já, sumir kalla mig Viggu.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Úff, þau eru svo mörg – ég er alltaf að koma mér í vandræði – en líklega er það þegar buxurnar rifnuðu í bókstaflegri merkingu utan af mér á fínum tónleikum í Salnum í Kópavogi – systur mínar skriðu út eftir tónleikana þær hlógu svo mikið

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Reyni að fara þrisvar í viku á fætur kl. 5:30 og mæta í ræktina – annars vakna ég kl. 6:45 á virkum dögum.

ICELANDAIR EÐA WOW?
Bæði.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Var að kaupa og er flutt í Hlíðarnar.

KÓK EÐA PEPSÍ?
Egils Kristall.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
No comment.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Bæði.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Úti í móa að leita að hreiðrum – elska vorið.

Related Posts