Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen (32) elskar hrollvekjur: 

Hrollvekjan Child Eater var forsýnd rétt fyrir hrekkjavökuhelgina. Child Eater er hrollvekja af bestu gerð og fær fólk til að öskra upp af hræðslu á meðan það svitnar köldum svita. Erlingur Óttar Thoroddsen á heiðurinn af þessari mynd en hann er ungur og upprennandi kvikmyndagerðarmaður sem elskar hrollvekjur.

Hrollur „Sýningin gekk alveg frábærlega. Það var mjög góð stemning í salnum, mikið öskrað og mikil læti og frábær stemning,“ segir Erlingur ánægður með forsýninguna á Child Eater.

ÿØÿá¹XExif

STOLT AF SÍNUM MANNI: Erlingur Óttar var ánægður með sýninguna og hafði úrvalslið með sér en systir hans, Steinunn Erla Thoroddsen, amma hans, Erla Thoroddsen, og móðir hans, Elín Margrét Erlingsdóttir, mættu að sjálfsögðu til að styðja sinn mann.

Elskar hrollvekjur

Erlingur er einn af þeim sem elskar hrollvekjur en hann hefur tekið þetta skrefinu lengra og framleitt sínar eigin myndir. Erlingur segir viðbrögðin hjá fólkinu vera það sem gerir hrollvekjumyndagerð svona skemmtilega.

„Eitt af því sem er skemmtilegast við að búa til hryllingsmyndir er að sjá viðbrögðin hjá fólkinu. Þegar maður situr í salnum sjálfur er mjög gaman að sjá viðbrögðin hjá fólki. Einnig er það frelsið sem felst í því að geta gert frekar skrítna og súrrealíska hluti sem heillar mikið,“ segir Erlingur sem bregður ekki við atriðin í sinni eigin mynd.

 

„Ég klippti myndina sjálfur þannig að ég er örugglega búinn að sjá hana þúsund sinnum og því bregður mér ekkert. Ég var eiginlega ekkert að horfa á myndina þegar hún var forsýnd heldur frekar að horfa á annað fólk og sjá viðbrögð þess,“ segir Erlingur og bætir við að áhuginn á hrollvekjum hafi komið snemma.

 

„Ég hef fílað hryllingsmyndir frá því að ég var lítill. Ég veit ekki nákvæmlega hvaðan þetta kemur en ég man eftir því að hafa verið lítill á vídeóleigu og skoða framan á myndirnir sem ég mátti ekki sjá og var byraður að sjá fyrir mér atriði í myndnni, það var svo spennandi. Það má segja að ég hafi byrjað mjög snemma að búa til mína eigin hryllingsmynd í huganum.“

 

Önnur mynd á leiðinni

Myndin Child Eater ber ekki frýnilegan titil og það með rentu. Myndin er alls ekki fyrir viðkvæma.

„Myndin gerist í litlum smábæ í Bandaríkjunum og í þessum bæ gengur sú saga manna á milli um mann sem fyrir einhverjum árum síðar varð brjálaður þegar hann áttaði sig á því að hann væri að verða blindur. Hann ákvað að ræna börnum og borða úr þeim augun því hann hélt að það myndi laga sín eigin augu. Myndin byrjar í nútímanum þar sem lítill strákur er í pössun nálægt skógi þar sem þessi maður á að hafa farið og falið sig og síðan fara ótrúlegir hlutir af stað,“ segir Erlingur og hann eins og svo margir aðrir kvikmyndagerðarmenn á sína uppáhaldsmynd.

„Það eru mjög margar myndir sem ég hef gaman af en myndin sem hefur einhvern veginn alltaf fylgt mér er A Nightmare On Elm Street. Sú mynd er enn þá í mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Erlingur sem er alls ekki hættur að búa til kvikmyndir.

 

„Child Eater er fyrsta myndin sem ég geri í fullri lengd og ég er búinn að taka upp aðra mynd sem er íslensk. Sigurður Þór og Björn Stefánsson leika aðalhlutverkin í henni. Myndin heitir Rökkur og hún er svolítið öðruvísi hrollvekja og eins og staðan er núna einbeiti ég mér bara að hrollvekjum. Ég hef hins vegar áhuga á öllum myndum. Eins og staðan er í dag þá er bara allt sem ég skrifa í þessum hrollvekjustíl og núna leyfi ég bara sköpunarandanum að leika lausum hala og ætla að fylgja því eftir.“

child eater

SKEGG Í STÍL: Sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson og eiginmaður hans, stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson, voru prúðbúnir og með skegg í stíl og algjörlega tilbúnir til að láta hræða sig.

child eater

SÆT SAMAN: Hildur María Friðriksdóttir og kvikmyndagagnrýnandinn Tómas Valgeirsson skelltu sér saman í bíó og höfðu gaman af.

child eater

HREKKJAVÖKUHRÖLLUR: Bíó Paradís veit nákvæmlega hvað klukkan slær og var með réttu skreytingarnar uppi.

Séð og Heyrt elskar gott bíó.

Related Posts