Jafet Ólafsson (65) fagnaði með briddsfélögum:

Bridgesamband Íslands hélt hóf til heiðurs heimsmeisturum Íslands í bridds sem vannst í Yokohama í Japan fyrir sléttum 25 árum. Einnig var Helgi Jóhannsson, sem var forseti Bridgesambandsins á þessum tíma, 1991, heiðraður með gullmerki Bridgesambandsins. Það vakti heimsathygli þegar Ísland varð heimsmeistari í bridds og er þetta eina flokkaíþróttin sem Ísland hefur orðið heimsmeistari í.

bermuda

TROMP OG GRAND: Jafet Ólafsson er forseti Bridgesambandsins. Hann var kampakátur ásamt þeim Ólöfu Þorsteinsdóttur og Guðnýju Guðjónsdóttur.

„Makker“ „Bandaríkin og Ítalía höfðu nánast tekið alla heimsmeistaratitla í bridds frá stríðslokum þar til Ísland vann þennan eftirminnilega sigur. Björn Eysteinsson, fyrirliði liðsins, rifjaði upp undirbúning og keppnina sjálfa. Bjarni Fel fór yfir þátt RÚV í málinu en hann stóð fyrir mörgum beinum útsendingum sem hófust um miðja nótt og lauk klukkan átta um morguninn. Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með þessum útsendingum. Davíð Oddsson flutti ávarp en hann var forsætisráðherra þegar þetta gerðist og tók á móti heimsmeisturunum í Leifsstöð með eftirminnilegri ræðu: „Við segjum ekki bara skál, heldur Bermúdaskál,“ það er fyrir löngu orðið klassík og menn þekkja almennt til hvers var vitnað,“ segir Jafet Ólafsson, forseti Bridgesamband Íslands.

bermuda

ALSLEMM: Þeir mættu og sigruðu og tóku með sér heimsmeistaratitil frá Yokohama, Aðalsteinn Jörgensen, Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson og Þorlákur Jónsson, í hópinn vantar Guðlaug R. Jóhannsson.

bermuda

ÁSADROTTNING: Fararstjórinn, Lilja Hilmarsdóttir, heilsaði upp á Jafet og aðra briddsspilara.

bermuda

ALLTAF GEIM: Bjarni Fel stóð vaktina fyrir þjóðina og sá til þess að spenntir áhorfendur fengju nýjar fréttir heim af gengi liðsins. Lýsingarnar voru magnaðar og lengi í minnum hafðar.

bermuda

STANDARD: Spilafélagarnir og vinirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Davíð Oddsson. Ræða Davíðs við komu liðsins frá Japan vakti gífurlega athygli en Bermúdaskálin verður lengi í minnum höfð.

Séð og Heyrt skálar og spilar brids.

Related Posts