Vigdís Hrefna Pálsdóttir (38) og Páll Baldvin Baldvinsson (62) saman í útgáfuhófi:

Þau Páll Baldvin og Vigdís Hrefna eru flott feðgin. Þau hafa bæði vakið athygli fyrir einstaka hæfileika og eru miklir vinir. Nýlega var haldið útgáfuhóf í tilefni af útkomu bókarinnar Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin.

Fjögur kíló af fróðleik „Þetta var skemmtilegt hóf og mér líst mjög vel á bókina því ég held hún sé bæði skemmtileg og fræðandi. Ég hef flett henni aðeins og mér finnst sérstaklega áhugavert hvað pabbi tekur dægurmálin mikið inn í söguna. Ég held að þannig fái maður ríkari tilfinningu fyrir tímabilinu heldur en þegar bara eru taldar upp þurrar staðreyndir.“
Vigdís Hrefna er mikil pabbastelpa en vill ekki ræða sambandi sitt og föður síns sem stundum þykir helst til hreinskilinn og beinskeyttur. „Við erum mjög náin og höfum alltaf verið góðir vinir,“ segir hún.
Vigdís á tvær dætur en vill ekkert láta hafa eftir sér hvernig Páll stendur sig í afahlutverkinu. Sjálf fer hún með stórt hlutverk í Heimkomunni í Þjóðleikhúsinu og er að æfa hlutverk vampíru í verki sem fer á fjalirnar á sama stað.

páll baldvin

STÓRT KNÚS: Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, knúsaði Pál Baldvin í tilefni dagsins.

 

Páll Baldvin

ÁHUGASÖM Hjónin Jónas R. Jónasson fiðlusmiður og Helga Benediktsdóttir arkitekt voru áhugasöm um nýju bókina.

 

páll baldvin

THORSARAR: Bræðurnir Guðmundur Andri Thorsson og Örnólfur Thorsson sjást ekki oft saman opinberlega en hér eru þeir.

Sjáið allar myndirnr í Séð og Heyrt!

Related Posts