Elín Haraldsdóttir (46), fyrrverandi eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar (47):

Það vakti athygli þegar Guðni Th. kynnti framboð sitt að fyrrverandi eiginkona hans var á staðnum og lýsti yfir fullum stuðningi við framboð hans, það segi það sem segja þyrfti um manninn. Þau eiga eina dóttur saman og þykir enn mjög vænt um hvort annað.

STUÐNINGSMAÐUR #1: Elín styður Guðna með ráðum og dáð og nefndi fyrst við hann í janúar hvort hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta.

STUÐNINGSMAÐUR #1:
Elín styður Guðna með ráðum og dáð og nefndi fyrst við hann í janúar hvort hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta.

Vinir að eilífu  „Mér líst frábærlega á framboð Guðna og það kemur mér ekki á óvart. Ég var sjálf byrjuð að nefna þetta við hann í janúar því ég veit að hann yrði mjög góður forseti. Við höfum þekkst frá árinu 1991 en við kynntumst þegar við unnum saman í Pennanum,“ segir Elín. „Guðni var þá í námi í Bretlandi en kom heim og vann í Pennanum í jólafríinu. Okkur varð fljótlega vel til vina og við byrjuðum síðan að vera saman haustið eftir það. Í framhaldinu fórum við í sambúð og vorum saman í sex ár í það heila. Við giftum okkur með pomp og pragt en hjónabandið stóð bara yfir rúmlega ár.“

Lesið allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts