„Þetta er allt gert í góðu, ekkert vesen og allir vinir,“ segir Eik Gísladóttir um skilnað þeirra Heiðars Helgusonar eftir að hafa fylgt honum víða um heim í tengslum við knattspyrnuferil sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri sögu.

Lipur í Laugardalnum

eik2

TÖFF: Eik á mótorhjóli.

Heiðar og Eik eru svo til nýflutt heim eftir áralanga veru í Englandi þar sem Heiðar spilaði með hverju toppliðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni, sókndjarfur í meira lagi, leikinn, lipur og markaskorari af guðs náð. Hann hætti að leika með íslenska landsliðinu fyrir þremur árum en þá hafði hann leikið 33 landsleiki og skorað 12 mörk. Við heimkomuna keyptu Heiðar og Eik einbýlishús á besta stað í Laugardalnum, á Sunnuvegi, og þar hafa þau búið ásamt þremur börnum sínum þar til nú.

eik 4

SÆT SAMAN: Skildu sátt.

Tekur langan tíma að skilja

„Heiðar keypti annað hús hérna rétt hjá þannig að hann er í göngufæri við börnin sem eru sátt við þetta nýja fyrirkomulag eins og við reyndar öll. Við Heiðar erum bestu vinir og elskum hvort annað en stundum þróast hjón í ólíkar áttir og það gerðist hjá okkur. Við fengum 17 dásamleg ár saman og fyrir það er ég þakklát og ég veit að Heiðar er það líka,“ segir Eik og bætir við að það taki í raun langan tíma að skilja. Fólk vakni ekki upp einn morguninn og ákveði að hjónabandinu sé lokið:

„Við fórum í fimm vikna heimsreisu saman í sumar, öll fjölskyldan, og þá vorum við í raun að kveðjast.“

eik 5

BJÚTÍ: Eik á sundlaugarbakkanum.

Frænka borgarstjóra

Eik Gísladóttir ætlar að halda áfram að starfa við iðn sína en hún er hárgreiðslukona en hefur einnig sinnt viðskiptum og tók meðal annars þátt í að stofna Kvennablaðið með Steinunni Ólínu leikkonu og fleirum. Hún hefur starfað sem fyrirsæta og í henni er einnig pólitísk taug því Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og hún eru systkinabörn.

Related Posts