Það er hinum ávallt eldhressu Neil Patrick Harris og Jason Segel fátt sjálfsagðara enn að henda sér í einn dúett úr hinum heimsþekkta söngleik Les Misérables og halda frábærum takti. Þetta átti sér stað þegar helstu leikarar How I Met Your-þáttana komu saman og tóku við spurningum æstra aðdáanda. Segel og Harris voru enga stund að bregða sér í hlutverk Javerts og Jean Valjean, og öllum til ánægju lá þeim ekkert á að slútta þessu.

Russell Crowe á ekkert í Harris.

Related Posts