Þorgeir Sigurðsson (58) er sundkóngur Íslands:

Það var mikið um dýrðir þegar árlegt Íslandsmót í sjósundi fór fram í Nauthólsvík. Þorgeir Sigurðsson og Birna Hrönn Sigurjónsdóttir urðu Íslandsmeistarar í þriggja kílómetra sundi án galla og fengu titilinn sundkóngur og sunddrottning ársins.

Sætur sjór „Ég man ekki hvenær ég byrjaði, það er það langt síðan,“ segir verkfræðingurinn Þorgeir Sigurðsson sem bar sigur úr býtum í þriggja kílómetra sjósundi án galla.

Sjósund nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og var fjöldi fólks sem lagði leið sína í Nauthólsvíkina til að fylgjast með sundinu, setjast í pottinn og jafnvel prófa að synda í sjónum. „Það skemmtilegasta við sjósundið er fólkið. Það er alltaf gaman að setjast í heita pottinn eftir á og spjalla saman.“

Auk þess að verða Íslandsmeistari í sínum flokki hlaut Þorgeir titilinn sundkóngur ársins. Helgi Sigurðsson gaf og afhenti bikar í tilefni þess en hann sjálfur hlaut titilinn árið 1962. „Það var svakalega skemmtilegt að fá þennan bikar og gaman að það sé verið að endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Þorgeir.

Sjósund

ALLIR GLAÐIR: Sunddrottning og sundkóngur ársins 2015 uppskáru mikið lófaklapp.

Sjósund

FYRST Í MARK: Birna Hrönn kemur hlaupandi í mark

Sjósund

SYNT AF KRAFTI: Keppendur syntu eins og þeir ættu lífið að leysa.

Sjósund

FAGNAÐI: Þorgeir fagnaði ákaft þegar hann kom í mark.

Sjósund

HEITT OG NOTALEGT: Keppendur hita kroppinn eftir að hafa synt í köldum sjónum.

Related Posts