Hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttir (34) og Birkir Þór Stefánsson (30) sjá um kirkjugarð:

Sigríður og Birkir, bændur á Tröllatungu, fengu nú á dögunum Menningarverðlaun Strandabyggðar fyrir að sjá um gamla kirkjugarðinn í Trölltungu. Í umsögn dómnefndar segir

Starf þeirra við umhirðu og fegrun kirkjugarðsins hafi orðið til þess að hann er staðarprýði á Ströndum og Strandamönnum til sóma. Útimessa hefur verið í garðinum síðustu ár á Hamingjudögum sem hefur gefið öllum kost á að njóta svæðisins og eiga þar kyrrðar- og friðarstund.

 

VERÐLAUNAHAFAR: Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn sem tóku við verðlaununum fyrir Sauðfjársetrið sem einnig hlaut verðlaun, og fjölskyldan í Tröllatungu, Sigríður Drífa, Árný Helga, Stefán og Birkir Þór Stefánsson með verðlaunin sín.

 

Vefsíðan Strandir.is greindi frá

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts