Gleði á nýju heimili Katrínar Júlíusdóttur (41) og Bjarna Bjarnasonar (50):

Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum og snúa sér að öðru. Því var tekið fagnandi heima hjá henni.

bjarni bjarnason

SÆT SAMAN: Bjarni og Katrín við Geysi á afmælidegi bóndans fyrir skemmstu.

Betri helmingurinn „Ég styð hana í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og skiptir þá engu hvort hún vill koma heim eða gera eitthvað allt annað,“ segir Bjarni Bjarnason, rithöfundur og eiginmaður Katrínar, sem sér nú fram á að sjá meira af eiginkonu sinni sem setið hefur á Alþingi í 13 ár sem er langur tíma fyrir jafnunga konu og Katrín er.

bjarni bjarnason

TVÍBURARNIR: Kristófer Áki og Pétur Logi fíla nýja heimilið í Garðabæ í botn.

Bjarni og Katrín eru nýflutt með tvíburana sína í einbýlishús í Garðabæ þar sem þau una hag sínum vel. Þar situr Bjarni við skriftir á meðan frúin er í pólitískum snúningi út um borg og bí. Bjarni fékk listamannalaun við síðustu úthlutun þeirra en auk skrifta er hann í mastersnámi í bókmenntum í háskólanum.

„Auðvitað tek ég henni fagnandi þegar hún kemur heim þó að það þýði kannski að ég verði að taka við fleiri skipunum frá henni en áður en Katrín veit hvað hún vill og ég held í raun að hún vilji bara breyta til,“ segir Bjarni.

bjarni bjarnason

BÍÐUR HEIMA: Bjarna Bjarnason við útidyrnar á nýja heimilinu í Garðabæ, með faðminn opinn fyrir eiginkonuna þegar hún hættir endanlega í pólitík og kemur heim.

Related Posts