S.O.S. – Spurt og svarað:

Beebee and the Bluebirds, með söngkonuna og rafmagnsgítarleikarann Brynhildi Oddsdóttur í fararbroddi, gaf út nýtt lag á dögunum sem heitir Red Forest. Laginu er ætlað að setja tóninn fyrir batnandi veður á suðvesturhorni landsins. Hljómsveitin hitar upp fyrir verslunarmannahelgina með tónleikum á Húrra, Naustunum 1, miðvikudaginn 30. júlí. Brynhildur segist vera með sjúklega geitungahræðslu og Pink myndi leika sig í bíómynd.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Ringulreið í Rokklandi.

HVER MYNDI LEIKA ÞIG Í BÍÓMYNDINNI?
Pink.

VIÐ HVAÐ ERTU HRÆDD?
Er með sjúklega geitungahræðslu.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að snúa mér alfarið að tónlist.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þegar ég var fjögra ára og faldi mig undir rúmi í veiðihúsi í langan tíma á meðan foreldrar mínir og allt tiltækt lið leitaði að mér og héldu að ég væri dottin í gil sem var þar rétt hjá. Mér fannst þetta mjög fyndið en foreldrar mínir voru ekki á sama máli.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Ég get verið algjör frestari.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Monica Z algjörlega frábær mynd.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Ég myndi búa í Víkingunum.

HVERJU ERTU STOLTUST AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Ég er stoltust af því að hafa hætt að reykja.

HVAÐ MYNDIRÐU ALDREI BORÐA?
Ég myndi aldrei borða … skordýr.

HUNDUR, KÖTTUR, KANÍNA EÐA HAMSTUR?
Hundur.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Já, er stundum kölluð Bíbí, Brygga, það fer eftir því hver á í hlut.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Neyðarlegasta atvik, eitt af mörgum, sem ég hef lent í er þegar ég fór með dóttur minni í Bónus og hún setti dúkkuna sína í sætið í innkaupakerrunni og stakk svo af. Ég var ein eftir í kassaröðinni með dúkku í innkaupakerrunni og það voru ófá augu sem beindust að mér í röðinni.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Ég fékk það gefins.

 

Related Posts