Geir Ólafsson (43) hélt alvöru Las Vegas-sýningu:

Geir Ólafsson, einn ástsælasti söngvari landsins, hélt Las Vegas-jólasýningu í Gamla Bíói. Eins og við var að búast var stemningin eins og best verður á kosið enda alltaf fjör þegar Geir stígur á stokk. Hann var þó ekki einn heldur fékk hann einvalalið tónlistarmanna með sér ásamt Flugfreyjukórnum glæsilega.

ÞRÍR GÓÐIR: Geir Ólafs, Don Randi og Már Gunnarsson tróðu saman upp og stóðu sig með prýði.

ÞRÍR GÓÐIR: Geir Ólafs, Don Randi og Már Gunnarsson tróðu saman upp og stóðu sig með prýði.

Vegas-jól „Þetta gekk alveg ljómandi fínt og maður er bara þakklátur fyrir fólkið sem mætti og styrkti þetta verkefni og mér heyrist að allir hafi verið þokkalega ánægðir með þetta og að þetta hafi gengið mjög vel,“ segir Geir.

SKEMMTU SÉR VEL: Það var mikil stemning meðal tónleikagesta og þar var margt um manninn. Séra Pálmi Gunnarsson og Axel kokkur voru meðal þeirra sem létu sjá sig.

SKEMMTU SÉR VEL: Það var mikil stemning meðal tónleikagesta og þar var margt um manninn. Séra Pálmi Gunnarsson og Axel kokkur voru meðal þeirra sem létu sjá sig.

Flugfreyjukórinn sá flottasti

Geir Ólafsson er ekki þekktur fyrir að fara í sín verkefni með hálfum hug. Þegar Geir Ólafs er annars vegar má gera ráð fyrir stórkostlegri sýningu og að öllu sé tjaldað til. Það sýndi sig enn og aftur þegar hann fékk tónlistargoðsögninga Don Randi með sér í lið.

„Don Randi er algjör goðsögn í tónlistarbransanum. Hann var aðalmaðurinn í The Wrecking Crew og ef þú hést Frank Sinartra, Tony Bennet eða Elvis Presley þá sá hann um hljómsveitina sem spilaði undir. Þetta er gríðarlega góður tónlistarmaður en fyrst og fremst mjög góður maður,“ segir Geir sem var án alls vafa með fallegasta kór landsins með sér.

„Flugfreryjukórinn er uppáhaldskórinn minn og Magnús Kjartansson, sem stjórnar þeim kór, er ýmsu vanur. Hann er búinn að vera með þennan kór lengi og mér fannst tilvalið að fá þessar fallegu konur og frábæru söngkonur með mér í lið.“

Í FRÁBÆRUM FÉLAGSSKAP: Það er algjörlega á hreinu að Geir Ólafsson var með flottasta kór landsins með sér en Flugfreyjukórinn er í sérflokki hér á landi þegar kemur að kórastarfi.

Í FRÁBÆRUM FÉLAGSSKAP: Það er algjörlega á hreinu að Geir Ólafsson var með flottasta kór landsins með sér en Flugfreyjukórinn er í sérflokki hér á landi þegar kemur að kórastarfi.

Á framtíðina fyrir sér

Geir fékk einvalalið tónlistarmanna með sér í lið og og þar á meðal var Már Gunnarsson, 17 ára blindur drengur sem Geir segir að eigi framtíðina fyrir sér í tónlist.

„Þessir hljóðfæraleikarar sem voru með mér eru allt strákar sem eru á topp 100 lista bestu tónlistarmanna í heimi í sínum flokki. Þeir eru að vinna með stærstu nöfnunum og eru vanir að spila með stórstjörnum í Las Vegas og eru algjörlega frábærir tónlistarmenn, það var klárt að tónlistin var aldrei að fara að klikka.

Það var frábært að fá alla þessa tónlistarmenn en stoltastur er ég af því að hafa gefið þessum unga dreng tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann heitir Már Gunnarsson, er aðeins sautján ára gamall og blindur en hann lætur það ekki stöðva sig því hann er frábær söngvari og píanóleikari. Hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og það er frábært fyrir hann að hafa svona sýningu á ferilskránni,“ segir Geir.

 

GLÆSILEG HJÓN: Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson og eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta en Geir og Kristján er góðir vinir.

GLÆSILEG HJÓN: Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson og eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta en Geir og Kristján er góðir vinir.

 

Aftur á næsta ári

Las Vegas er borg ljósanna og glamúrsins. Geir hefur ekki upplifað jól í Las Vegas en hann hefur þó verið þar í kringum hátíðarnar og veit hvernig þetta allt saman virkar.

„Ég hef ekki verið í Las Vegas um jólin en hef sungið í Vegas og veit svona nokkurn vegin hvernig þetta lítur út á þessum árstíma. Ég hef fengið smjörþefinn af jólum í Vegas,“ segir Geir og hlær en honum hefur nú þegar verið boðið að halda samskonar tónleika á næsta ári.

„Það var gaman að halda svona tónleika og nú þegar er búið að biðja mig um að endurtaka leikinn að ári og ég er virkilega stoltur og ánægður með það.“

ÞRUSU ÞRÍEYKI: Söngkonan Edda Borg stillti sér upp með Geir og aðstoðarkonu hans, Svönu.

ÞRUSU ÞRÍEYKI: Söngkonan Edda Borg stillti sér upp með Geir og aðstoðarkonu hans, Svönu.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts