Jóhann Jóhannsson er með bestu líkurnar hjá veðbönkum:

Miðað við líkurnar sem eru í boði hjá mörgum af helstu veðbönkum heimsins er nær öruggt að Jóhann Jóhannsson muni fá Óskarsverðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina á hátíðinni í kvöld.

Á vefsíðunni oddschecker þar sem safnað er saman líkunum á ýmsum veðmálum dagsins segir að líkurnar á því að tónlistin í myndinni The Theory Of Everything séu að meðaltali 8/13 sem gefur stuðulinn 1,62. Það þýðir að fyrir hverjar 100 kr. sem veðjað er á sigur Jóhanns fást 162 krónur til baka ef hann vinnur. Betsson hérlendis er með nokkuð lægri líkur eða stuðulinn 1,45.

Á TOPPINUM: Hér sést hvernig fólk veðjar á tónlistarverðlaunin. Gula kakan sýnir The Therory Of Everything.

Á TOPPINUM: Hér sést hvernig fólk veðjar á tónlistarverðlaunin. Gula kakan sýnir The Theory Of Everything.

Næst á eftir Jóhanni kemur svo tónlistin í myndinni The Grand Budapest Hotel en líkurnar þar eru 13/8.  Aðrar myndir eru með langtum verri líkur. Þannig eru líkurnar fyrir að tónlistin í The Immitation Game sigri 12/1, hjá Insteller eru þær 16/1 og hjá Mr. Turner 50/1.

Óhætt er að segja að ein stærsta stund í ævi Jóhanns Jóhannssonar sé að renna upp. Bein útsending verður frá sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni á RUV og hefst hún skömmu fyrir miðnættið.

Related Posts