Landsliðskonan Elín Metta Jensen er ein sú allra besta í boltanum á landinu í dag. Þegar hún er ekki í Bandaríkjum að stunda nám skorar hún mörk fyrir Val og vinnur á Landspítalanum. Hún svarar spurningum vikunnar.

STRÁKARNIR OKKAR Á ERU …? Hetjur

HVAÐA TEGUND AF KLÓSETTI ÁTTU? Ég hef ekki hugmynd, hef aldrei pælt í því.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Fara á Búlluna og fá mér borgara, með fröllum með béarnaise og sjeik.

BRENND EÐA GRAFIN? Brennd.

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? Vera í kringum skemmtilegt fólk.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Eina með öllu.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Twitter.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Miðbæjarstofu á Tryggvagötu. Það er hárgreiðslukona þar sem heitir Þóra og hefur klippt mig síðan ég var fimm ára.

BEST Á GRILLIÐ? Gott lamb.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 17 OG 19 Á DAGINN? Ég er yfirleitt á æfingum á þessum tíma.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Rauðan kúkapoka fyrir hundinn minn.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? „No comment“, ég er ekki þekkt fyrir drykkju.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Allir útvarpsmenn á Útvarpi Sögu.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Mömmukoss.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? „No pain, no gain“.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Gamall Land Rover.

HVENÆR FÓRSTU SEINAST Í KIRKJU? Síðustu jól með fjölskyldunni.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Ég væri til í að geta flogið.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Höfnin í Reykjavík. Það er uppáhaldsstaðurinn minn.

KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei, ekki prófað það. Það er samt næstum klefafílingur á heimavistinni í háskólanum mínum í Flórída.

DRAUMAFORSETI? Vigdís, hún er draumaforsetinn minn.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFURÐU? Ég kann upphafsstef Roses með Outkast á píanó

REYKIRÐU? Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Bara einhverjum bol.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Fara út í háskóla til Flórída.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar ég gat ekki sagt andað rétt og sagði andið þegar ég var lítil.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ég tárðist saðeins á Jökullinn logar.

HVER ER ÞÍN STÆRSTA FÓBÍA? Mér finnst snákar viðbjóðslegir

HVERT ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Þegar ég var lítil í Hagkaup og ég kúkaði í mig. Klósettið var upptekið og ég settist upp á afgreiðsluborðið og það gerðist þar.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Hálf 8 eða 7

ICELANDAIR EÐA WOW? IcelandAir

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Bý í forleldrahúsum

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Mér finnst að það eigi bara að ríkja friður.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblaðið

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Þegar ég mætti á Valsvöllinn. Var á leik hjá karlaliðinu með pabba mínum.

 

22. tbl. 2016, Elín Mette Jensen, Florida State Seminoles, fótbolti, Íslenska lansliðið, landsliðskona, SH1606158404, spurt og svarað, Valur

ELÍN METTA JENSEN

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts