Meg Ryan (53) átti góðu gengi að fagna:

Dúlla Leikkonan Meg Ryan var  stórstjarna á hvíta tjaldinu á tíunda áratug síðustu aldar. Spékoppar, ljóst liðað hár og skemmtilega lifandi augnaráð sigraði hjörtu áhorfenda í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Hún átti óborganlega senu í kvikmyninni When Harry met Sally þegar hún þóttist fá fullnæingu á veitingastað. Annað eins hafði ekki sést í kvikmynd. Í þeirri mynd lék hún á móti Billy Crystal og slógu þau ræklilega í gegn, sú kvikmynd sló rækilega í gegn og hefur í gegnum tíðina vætt ófáa vasaklútanna. Leikkonan geðþekka lék margsinnis á móti Tom Hanks í rómantískum kvikmyndum og var alltaf jafn vinsæl, hún hafði þó hug á því að reyna sig við hlutverk af öðru tagi en framleiðendur vildu hafa hana sem oftast í hlutverki, sætu og seinheppnu konunnar.

 

meg-ryan-plastic-surgery

EFTIRLÆTI ALLRA: Leikkonan var eftirlæti allra. Hún hefur á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að fara í fegrunaraðgerðir.

 

Ekki hefur mikið farið fyrir henni síðustu ár. Hún var gift leikaranum Dennis Quaid og saman eiga þau einn son. Meg ættleiddi dóttur sína frá Kína fyrir nokkrum árum. Hún hefur síðustu ár verið í sambandi með tónlistarmanninum John Mellencamp og samkvæmt erlendum fréttamiðlum er það samband enn í fullum gangi.

Meg-Ryan-Movie-Clips

ÓBORGANLEG: Meg Ryan átti stjörnuleik sem Sally í kvikmyndinni um vinina Harry og Sally.

 

Related Posts