Guðmundur Breiðfjörð (48) hæstánægður með herrakvöld:

Herrakvöld Vals var haldið nýlega í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Herrakvöldið sem alltaf er haldið fyrsta föstudag í nóvember hefur vaxið á hverju ári og núna mættu um 500 herramenn á öllum aldri og skemmti sér konunglega. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmyndadeildar Senu, situr í stjórn Vals sem formaður barna- og unglingaráðs og var hann ánægður með hvernig til tókst.

Vörpulegir herramenn „Kvöldið heppnaðist mjög vel og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. Það er góður andi í Val og margir sem hafa haldið trú við félagið í fjölda ára og mæta alltaf á herrakvöldin,“ segir Guðmundur.

Þorsteinn Bachmann leikari sá um að stjórna dagskránni, Brynjar Níelsson þingmaður, Björgvin Halldórsson stórsöngvari og skemmtikrafturinn Ari Eldjárn sáu um að skemmta strákunum og Þorgrímur Þráinsson, formaður Vals, hélt ræðu og rifjaði meðal annars upp stórmerka sögu félagsins í máli og myndum.

„Valur er sigursælasti klúbbur landsins og framtíðin gríðarlega björt. Það er mikil uppbygging í gangi og við verðum með bestu aðstöðu landsins og með bestu þjálfarana,“ segir Guðmundur.

img_3415

VINGJARNLEGIR: Guðmundur Breiðfjörð, formaður barna- og unglingaráðs Vals og markaðsstjóri kvikmyndadeildar Senu, og Gísli Árni Gíslason.

img_3357

VEGLEG RÖDD: Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson einn af okkar bestu söngvurum var mættur eldhress ásamt Þorsteini Ólafssyni.

img_3367

VÖRPULEGIR: Björgvin Halldórsson og Halldór Einarsson sem allir þekkja sem herra Henson eru alltaf flottir hvar sem þeir eru.

img_3406

VOÐA SÆTIR: Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, og Jón Halldórsson, sölu- og þjónustustjóri hjá Nova, eru alltaf sætir og skemmtilegir.

img_3390

VOÐA FLOTTIR: Jónas Guðmundsson og knattspyrnukempan og lögmaðurinn Guðni Bergs.

img_3396

VIÐSKIPTALÍF: Þessir strákar fóru létt með að ræða viðskipti, Val og veitingarnar, Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip; Bjarni Ákason, eigandi Eplis og Svenn Dal Sigmarsson.

img_3402

VILLT HÁR: Krullur eru höfuðprýði. Það veit Jón Gunnar Bergs, eigandi Partýbúðarinnar í Skeifunni, sem sá til þess að allur vinahópurinn væri mættur í stíl, með krullur.

img_3420

VEISLUSTJÓRINN: Þorsteinn Bachmann rúllaði upp veislustjóradjobbinu. Björn Hlynur Haraldsson var einnig mættur, enda bara myndarlegir menn í Val.

img_3418

VALSVINIR: Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson, þrælflottir Valsarar.

img_3412

VINIR: Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfsstæðisflokksins, og Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, flottir saman.

img_3409

VEGLEG FRAMTÍÐIN: Alexander Júlíusson, Ólafur Ægir Ólafsson, Sigurður Ingiberg og Anton Rúnarsson, ungir, flottir, hressir.

img_3383

VIRÐULEGIR: Fjöldi lögmanna var mættur í boðið, þessir þrír voru virðulegir saman, Ragnar Einarsson, Ingólfur Friðjónsson lögmaður og Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Birtings.

img_3380

VINSAMLEGA HLUSTIÐ: Björgvin Halldórsson og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sáu um að skemmta herramönnum Vals, Bó með söng og Brynjar með ræðu. Það var því eins gott að hlusta vel, til að missa ekki af neinni perlu frá þeim félögum.

img_3373

VÆNLEGT KVÖLD: Ari Edwald og Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Upphafs, áttu fyrir höndum vænlegt kvöld með góðum veitingum eins og aðrir Valsarar.

 

img_3369

VALSFORMAÐUR: Þorgrímur Þráinsson, formaður Vals og rithöfundur, með meiru, búinn að finna borðið sitt og á leið í salinn.

Herrakvöld Vals

VEI!! Alexander Jóhannesson og flugstjórinn Gunnar Valur Stefánsson hlökkuðu til kvöldsins.

Herrakvöld Vals

VEL GERT: Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, og Microsoft-strákurinn, Halldór Jörgenson, voru ánægðir með kvöldið og Val.

ÿØÿá„Exif

VIÐSKIPTAMENN: Ari Edwald, forstjóri MS, Baldvin Jónsson sem er í dag afi í fullu starfi og eðalsöngvarinn Björgvin Halldórsson ræddu saman viðskipti og Val

ÿØÿà

VÆN FERNA: Þar sem fjórmenningar koma saman er gaman, enn skemmtilegra í Val. Skagamaðurinn Jón Gunnlaugsson, Jafet Ólafsson, Helgi Jóhannesson og Stefán Hilmarsson, Sálarmaður með meiru.

Séð og Heyrt fílar fallega karlmenn.

Related Posts