Hafrún Kristjánsdóttir (35 ) var veislustjóri á Kvennakvöldi VALS:

Glæsileg dagskrá var í boði á Kvennakvöldi Vals sem fram fór á dögunum. Það var metþátttaka og var fullur salur af glöðum meyjum. Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og Valsari, var veislustjóri kvöldsins. Bleikt þema var í tilefni bleika mánaðarins, október. Fram komu fjöldi skemmtikrafta, meðal annars hinn stórefnilegi Birgir Steinn Stefánsson söngvari og Alda Dís, Ísland Got Talent-stjarna. Sigga Kling kom og fór á kostum. Það ætlaði allt að keyra um koll þegar dansinn fór af stað og Valskonur skemmtu sér konunglega.

TRYLLT FJÖR ,,Það hefur alltaf verið frábær stemning á kvennakvöldi Vals, þetta kvöld toppaði þó allt. Valskonur dönsuðu uppi á borðum, stólum, upp á sviði og á dansgólfinu. Valskonur kunna svo innilega að skemmta sér. Þetta er klárlega skemmtilegasta kvöld ársins. Það er ekkert skemmtilegra en að skemmta sér með konum sem hafa ástríðu fyrir félaginu,“ sagði Hafrún kát og var himinlifandi með upplifun kvöldsins.

Kvennakvöld Vals 2016

FÖGUR HANDBOLTA FLJÓÐ: Þær voru glaðar handboltakempurnar, Andrea Agla Ögludóttir, Ósk Hind Ómarsdóttir, Elín Helga Lárusdóttir og Morgan Marie MacDonald.

Kvennakvöld Vals 2016

LÉTTAR Í LUND: Þær voru í banastuði handboltaskvísurnar Gerður Arinbjarnar, Margrét, Hekla Björnsdóttir, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir, Hulda og Morgan Marie MacDonald.

Kvennakvöld Vals 2016

GLAÐAR VALSMEYJAR: Auður Huld Kristjánsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og systurnar Dagný og Valgerður Helga Björnsdætur skemmtu sér vel saman.

Kvennakvöld Vals 2016

FJÖRUGAR: Þær stöllur Anna Kristín Jónsdóttir, Helena Þórðardóttir og Margrét Baldursdóttir, eiginkona Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu og fyrrverandi borgarstjóra, voru fullar af fjöri og skemmtu sér konunglega.

ÿØÿá_€Exif

HANDBOLTAMÖMMUR: María Rós Karlsdóttir og Guðrún Gísladóttir voru alsælar með fjörugt og skemmtilegt kvöld.

Kvennakvöld Vals 2016

SVEINAR OG MEYJAR: Þau voru ánægð með metþátttökuna á Kvennakvöldi Vals og brostu hringinn. Hafrún Kristjánsdóttir í góðum félagsskap með þeim Jóhanni Má Helgasyni, framkvæmdastjóra Vals, og Þorgrími Þráinssyni, formanni Vals. Jóhann Már tók þema kvöldsins alla leið og skartaði bleiku bol í tilefni bleika mánaðarins.

Kvennakvöld Vals 2016

FLOTTAR SAMAN: Íris Björg Jóhannsdóttir og vinkona hennar nutu sín í botn.

Kvennakvöld Vals 2016

Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP: Elfur Sif Sigurðardóttir, Stella og vinkona brostu sínu blíðasta í bleika salnum.

Valsmenn léttir í lund
leikum á sérhverri stund.
Kætin kringum oss er,
hvergi er fjörugra en hér.
Lífið er okkur svo kunnugt og kært
kringum oss gleðin hún hlær
látum nú hljóma í söngvanna sal
já, sveinar og meyjar,
já, sveinar og meyjar,
já, sveinar og meyjar í Val.

Séð og Heyrt finnst gaman á kvennakvöldum.

 

Related Posts