Þetta er Topp 5 listinn yfir þá staði sem elskendur ættu að veðja á á Valentínusardaginn hafi þeir tíma, ráðrúm og peninga handa á milli.

indland

UDAIPUR INDLANDI: Í hugum þeirra sem til þekkja er Udaipur fyrsta orðið sem kemur upp ú hugann þegar rómantík er annars vegar. Við jaðar Thar eyðimerkurinnar rís borgin líkt og draumur upp úr sandinum. Þetta er staðurinn þar sem karlnmenn vilja vera með nógu langt yfirvaraskegg til að geta rúllað því upp, konur í svo skærum sari að litirnir blinda og sígaunar syngja af þvílíkum trega að hjörtu springa.

 

argentina (2)

WAIHEKE ISLAND NÝJA SJÁLANDI: Af ströndinni má sjá yfir til Auckland en þetta er staðurinn þar sem milljarðamæringar blanda geði við gamla hippa sem gera upp báta í fjörunni; listagallerí og glæsivillur renna saman í eitt og hvergi í veröldinni eru betri fiskveitingastaðir.

 

bosnia (1)

MOSTAR BOSNÍU: Það var ekkert rómantískt við Mostar fyrir tveimur áratugum þegar stríðið á Balkanskaga geisaði. En nú er öldin önnur eftir mikið endurreisnarstarf stutt af Unesco og Alþjóðabankanum. Þó minjar stríðsins megi sjá iðar bærinn af lífi, veitingastöðum og við brúna Stari Most sitja elskendur sem aldrei fyrr, hönd í hönd í þeim friði sem nú ríkir.

 

argentina (1)

CAFAYATE ARGENTÍNU: Þarna í fjöllum Argentínu er að finna annað stærsta vínræktarhérað landsins á eftir Mendoza. Á fáum stöðum í heiminum eru aðstæður til vínræktar betri en einmitt þarna í svölu fjallaloftinu í Calchaquies – dalnum. Þarna er gott að sitja með vínglas í hendi og litlu fjallaþorpin allt í kring – eins og í miðju málverki.

 

bosnia (2)

HOI AN VÍETNAM: Hoi An er höfuðstaður bragðlaukanna í Víetnam, þangað sem sælkerarnir sækja því maturinn þarna fæst hvergi annars staðar í heiminum. Fyrir elskendur með áhuga á mat og kannski takmörkuð fjáráð er hvergi betra að vera. Þarna rennur allt saman í eitt; maturinn og umhverfið.

Related Posts