Valdís Ösp Ívarsdóttir (42) er ný í sviðsljósinu:

Kastljósið beindist að hjónunum Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti og eiginkonu hans, Valdísi Ösp Ívarsdóttur, þegar þau tilkynntu framboð hans til forseta Íslands. Tilkynningin kom mörgum á óvart og eðlilega varð þjóðin forvitin um þessi hjón. Kastljósið beinist ekki síður að maka forsetaframbjóðenda og því liggur beint við að spyrja: Hver er konan?

Valdís Ösp Ívarsdóttir er með mastersgráðu í fíknifræðum frá Hazelden Graduate School of Addiction í

10. tbl. 2016, hin hliðin, kona forsetaframbjóðenda, SH1603101205, Valdís Ösp Ívarsdóttir

HÖRKUDUGLEG NÚTÍMAKONA: Valdís Ösp starfar á ráðgjafamiðstöðinni Shalom. Hún er þriggja barna móðir, með græna fingur, hefur gaman af því að baka og sækir orku í Laxá í Aðaldal, sem er sveitin hennar.

Minnesota, en henni lauk hún árið 2003. Hún er einnig með BA-próf í guðfræði og kynjafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem ráðgjafi á ráðgjafamistöðinni Shalom. Valdís og Vigfús eiga þrjú börn.

Hvar ertu fædd og uppalin?
Á Akureyri

Í hvaða grunnskóla gekkstu?
Gagnfræðaskóla Akureyrar

Hver voru þín helstu áhugamál?
Ég var í fimleikum og dansi þegar ég var yngri en í dag er það listsköpun sem á hug minn í tómstundum og ég fer líka í sjósund.

Kanntu brauð að baka?
Ég elska að baka, hvíli mig oft við bakstur.

Hvert fer fjölskyldan á sumrin?
Við förum norður á Laxamýri í sveitina okkar sem allir í fjölskyldunni elska.

Ertu með græna fingur?
Ég elskaði að rækta grænmeti í skólagörðunum heima á Akureyri þegar var lítil, já, ég er með græna fingur þegar ég gef mér tíma.

Hvað þykir fjölskyldunni best að borða?
Ég elda alltaf, mér finnst mikilvægt að sinna næringunni vel. Uppáhaldsmaturinn okkar er kalkúnn og lambakjöt.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi?
Laxá í Aðaldal, það er sveitin mín.

Hvernig fatastíl ertu með?
Ég vil vera fín en smárokkuð líka.

Hvernig mamma ertu?
Það skemmtilegasta við að vera mamma er að vera í góðum tengslum við börnin á öllum aldri, þau eru svo frábærar verur.

Hvernig var bónorðið?
Við Vigfús vorum bara búin að vera saman í sex mánuði og hann var á leið til Ameríku í nám. Hann spurðu mig hvort ég ætlaði með honum út? Ég sagði já.
Þá verðum við að gifta okkur sagði hann sem við svo gerðum þremur mánuðum seinna. Flottur.

Hvert er hlutverk maka forsetans?
Hann á að bæta hann upp.

valdís

Í FRAMBOÐI: Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur tilkynnti um framboð sitt á fjölmennum fundi á Hótel Borg. Valdís Ösp, eiginkona hans, og börnin þrjú standa þétt saman og stefna ótrauð áfram til sigurs.

Related Posts