Axel Björnsson (25), söngvari og gítarleikari Pink Street Boys:

Hljómsveitin Pink Street Boys hefur vakið mikla athygli undanfarið og leggur nú af stað í Evróputúr. Þessir bílskúrsrokkarar ætla sér stóra hluti og leyfa sér að dreyma stórt því rokkaralífið heillar.

ROKK OG RÓL: Axel er frontmaður Pink Street Boys og ætlar sér að upplifa rokkdrauminn, sama hvað það kostar.

ROKK OG RÓL: Axel er frontmaður Pink Street Boys og ætlar sér að upplifa rokkdrauminn, sama hvað það kostar.

Rokk og ról „Við erum á leiðinni í smá Evróputúr. Við förum til átta landa og meðal annars til London, Þýskalands, Belgíu og Frakklands. Við hitum meðal annars upp fyrir The Strokes sem er gríðarlega stórt band, þannig að það er allt að gerast.

Við erum í þessu bílskúrsrokki. Þetta er bara gamaldags og hávaðasamt rokk og ról, þannig viljum við hafa það. Við stofnuðum hljómsveitina árið 2013 og erum búnir að spila á Airwaves og vorum meðal annars tilnefndir til norrænu tónlistarverðlaunanna í fyrra og það var mikill heiður. Við erum bara frekar góðir, held ég,“ segir Axel og hlær.

PINK STREET BOYS: Víðir Alexander Jónsson, Jónbjörn Birgisson, Einar Björn Þórarinsson og Axel Björnsson skipa hljómsveitina og eru á leiðinni í Evróputúr.

PINK STREET BOYS: Víðir Alexander Jónsson, Jónbjörn Birgisson, Einar Björn Þórarinsson og Axel Björnsson skipa hljómsveitina og eru á leiðinni í Evróputúr.

Erum ekki góðir strákar

Pink Street Boys hafa náð miklum árangri á stuttum tíma og það að hita upp fyrir stórsveitina The Strokes er stórt tækifæri eins og flestir tónlistaráhugamenn gera sér grein fyrir.

„Það var maður hérna á síðasta Iceland Airwaves, ítalskur gaur sem heitir Corido, sem sá okkur spila á Gauknum og hann ákvað að gerast umboðsmaður okkar í Evrópu. Hann hefur hjálpað okkur mikið. Þetta er tveggja vikna túr og það er alveg gríðarlegur spenningur yfir þessu hjá okkur. Maður er búinn að stefna að rokkdraumnum síðan maður var þrettán ára og nú er þetta allt að smella saman.

Við gerum lítið annað þessa dagana en að undirbúa þetta, það er lítill tími fyrir kærustuna, eins og er, en hún er skilningsrík,“ segir Axel og bætir við að rokkdraumurinn sé stór.

„Við leyfum okkur alveg að dreyma stórt og þetta lítur vel út núna. Það væri auðvitað draumur að fylla Wembley en við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Það væri líka hrikalega gaman að fá að taka sett með Liam Gallagher, hann er svona rokk-idol hjá mér. Við erum meiri Oasis-menn heldur en Blur, við erum ekki góðu strákarnir.“

THE STROKES: Hljómsveitin The Strokes var stofnuð árið 1998 í New York og hefur selt yfir fimm milljónir platna. Það er stórt skref fyrir Pink Street Boys að fá að hita upp fyrir þessa sveit.

THE STROKES: Hljómsveitin The Strokes var stofnuð árið 1998 í New York og hefur selt yfir fimm milljónir platna. Það er stórt skref fyrir Pink Street Boys að fá að hita upp fyrir þessa sveit.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts