Radio Iceland, útvarpsstöð fjölmiðlamannsins góðkunna Adolfs Inga, verður lokað nú á miðnætti.

„Það er ekki búið að loka henni en það verður gert á miðnætti. Þetta er gert vegna skorts á fjármagni,“ segir Adolf Ingi skiljanlega svekktur.

„Ég sé mér ekki lengur fært að fjármagna þetta, er búinn að tapa nóg á þessu nú þegar.“

„Þetta er mikil synd því við höfum fengið góðar móttökur og öllum fannst þetta frábær hugmynd en það þarf einfaldlega meira fjármagn sem ég hef ekki. Það hefur því miður hefur tekið lengri tíma að fá auglýsingatekjurnar inn og ég get ekki borgað með þessu lengur.“

„Ég er ekki tilbúinn til að missa allt út af þessu og takmarka því skaðann með því að hætta núna.“

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

 

Related Posts