Pétur Einarsson (52) og Þórey Vilhjálmsdóttir (44) eru ekki lengur par:
Fréttir af samdrætti Þóreyjar og Péturs flugu hátt á síðum Séð og Heyrt og annarra fjölmiðla á sínum tíma enda áberandi glæsilegt fólk á ferð og því fór það ekki fram hjá neinum að þau voru að draga sig saman. En nú virðist vera slökkt á ástarbálinu og heimildamenn Séð og Heyrt segja að sambandinu sé lokið. Þau fljúga nú hvort í sína áttina.
Att bú Pétur Einarsson sem er fyrrverandi forstjóri Straums er annálaður íþróttamaður og keppir reglulega í Járnkarlinum. Hann átti stórleik sem staðgengill Baltasars Kormáks í kvikmyndinni Eiðnum þar sem hann synti og hjólaði af miklum krafti. Þórey Vilhjálmsdóttir er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og var áður í sambúð með knattspyrnumanninum Ríkharði Daðasyni. Hún starfar í dag sem ráðgjafi hjá Capacent.
Pétur er sonur Einars Benediktssonar, fyrrum sendiherra, og alnafna skáldsins fræga. Pétur er einnig höfundur myndarinnar Ransacked sem frumsýnd var á RIFF-hátíðinni í lok september en í myndinni er fjallað um áhrif bankahrunsins á líf venjulegs fólks á Íslandi. Pétur þekkir þar vel til því hann starfaði í fjármálageiranum í fjölmörg ár.
Séð og Heyrt – nýtt tölublað á leiðinni.