gotti

ÍSBJÖRNINN: Gotti við mynd af ísbirni sem hann seldi á fyrsta degi þó ekki fyrir sama verð og geimveruna á Sigur Rósar-albúminu.

Gotti Bernhöft (44) datt í lukkupottinn með Sigur Rós:

Listamaðurinn Gotti Bernhöft var að opna sýningu hjá Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustíg en Gotti er þekktastur fyrir að hafa teiknað geimveruna sem prýddi umslagið á fyrstu plötu Sigur Rósar, Ágætis byrjun.

Töff myndir„Ég seldi strax eina,“ segir Gotti ánægður í bragði á fyrsta sýningardegi hjá Ófeigi gullsmiði en myndir Gotta eru stórar í sniðum eins og hann sjálfur.

Á sýninguna vantar þó fjórar frægustu myndir Gotta en það eru geimverurnar sem prýddu umslag fyrstu plötu Sigur Rósar.

„Við vorum með húsnæði hlið við hlið á þessum tíma, þeir voru að taka upp plötuna sem tók heilt ár og ég var í sjónvarpsauglýsingum og fékk tónlist frá þeim í þær. Þegar þeir svo báðu mig um teikningar var bara sjálfsagt að verða við því en mig grunaði aldrei að þær yrðu svona frægar,“ segir Gotti þegar hann rifjar þessa tíma upp en myndirnar voru teiknaðar með Big-kúlupenna á A3 blöð.

„Svo kom upp sú staða að erlent fjármálafyrirtæki vildi kaupa myndirnar og flytja úr landi og þá stukku strákarnir í Sigur Rós til og gengu inn í samninginn þannig að nú eiga þeir myndirnar.“

Og hvað kostuðu þær?

„Þetta var góð útborgun í íbúð.“

 

gotti

GULLHJÓNIN: Ófeigur Björnsson, gullsmiður og sýningarhaldari, og Hildur Bolladóttir, eiginkona hans.

 

SH-img_3029

PABBI OG MAMMA: Listamaðurinn með foreldrum sínum, Birgi og Sigríði Bernhöft.

gotti

SONUR OG FÉLAGI: Bolli, sonur Ófeigs gullsmiðs, og Ingólfur Egilsson athafnamaður sýndu ungviðinu listina.

gotti

DÝRMÆT: Svo sannarlega dýrmæt mynd

gotti

NASHYRNINGURINN: Óseldur þegar síðast fréttist. Kostar 470 þúsund.

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

 

Related Posts