Gunnar Bragi Sveinsson (46) stendur í skilnaði:

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sett einbýlishús sitt á Sauðárkróki á sölu og því næsta víst að hann ætli að flytja til höfuðborgarinnar. Samkvæmt nýjustu fréttum stendur utanríkisráðherra í skilnaði.

Húsið stendur við Birkihlíð 14 á Sauðárkróki, á tveimur hæðum og á það eru settar 29.9 milljónir.

Eignin er alls 247 fermetrar sem skiptist þannig: Íbúð á efri hæð 122 fermetrar, íbúð á neðri hæð 73 fermetrar og bílskúr á neðri hæð 52 fermetrar.

Húsið er í þokkalegu ástandi að utan, m.a.nýlega málað. Vestan við húsið er 65 fermetra timburpallur með skjólgirðingum. Inngangur á efri hæð um tröppur.

Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, rúmgóð stofa, eldhús, búr og baðherbergi.

Á neðri hæð er innréttuð þriggja herbergja íbúð með sérinngangi, eldhúsi, baðherbergi og geymslu.

Bílskúr er frágenginn með 3 fasa rafmagni og rafknúnum hurðaopnara.

Eigendur óska eftir tilboðum í eignina.

 

krókur 2

ELDHÚSIÐ Í KJALLARA: Klassískt og gott.

 

krókur 3

BAÐHERBERGIÐ: Snyrtilegt og sætt.

 

krókur 4

ELDHÚS Í AÐALÍBÚÐ: Fallegt og fínt.

 

krókur 5

HEIMILISLEGT: Stofa og borðstofa.

 

Related Posts