„Hverjir eru að keppa?“ spurði lágvaxinn kona þegar hún gekk inn í setustofu hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi þegar úrslitaleikur Þýskalands og Spánar á Evrópumeistarmótinu í handbolta var hálfnaður. Hún hafði áður rekið snyrtivöruverslun í miðbæ Reykjavíkur og kunni strax vel við sig í þessum selskap í setustofunni.

„Nú, þetta er þýsk-íslenska landsliðið sem hann stjórnar hann Dagur,“ var svarið sem hún fékk frá fleiri en einum og hún fékk sér sæti í þéttsetnum salnum.

„Hann Dagur. Ég man eftir pabba hans, honum Sigurði. Var hann annars ekki markmaður í landsliðinu?“

„Það var í fótbolta,“ sagði gamall pípari á næsta borði og allir hlógu.

Fögnuðurinn í setustofunni færðist í aukana eftir því sem þýsk-íslenska landsliðið hélt áfram að raða inn mörkum og verjast af hörku undir stjórn Dags. Fólk úr öllum landsfjórðungum sem mundi tímana tvenna, hafði sótt ótal ungmennafélagsmót í sinni sveit og vissi sitt um íþróttir, handbolta sem annað.

„Mamma Dags var líka afrekskona í handbolta, jafnvel betri en pabbi hans í markinu. Hún hefði sko sómt sér vel inni á vellinum núna,“ sagði fyrrum tæknistjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, nú rúmlega áttræður en með allt á hreinu. „Það er ekki skrýtið að strákurinn standi sig. Þetta er í blóðinu.“

Boðið var upp á kaffi meðan á leiknum stóð og kökubita fyrir þá sem vildu. Í leikslok vörpuðu vistmenn öndinni léttar, ánægðir þeð þýsk-íslenska sigurinn og settust að kvöldverðarborði á slaginu sex. Það var sætsúpa í forrétt og rímaði hún vel við sætan sigur Dagsins.

eir’kur j—nsson

Eldra fólk gerir lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

Related Posts