Sigmundur Ernir Rúnarsson (55) sendir frá sér nýja bók:

Rithöfundurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson sendi frá sér bókina Allt mitt líf er tilviljun en í henni er saga Birkis Baldvinssonar rakin, en lífshlaup hans hefur verið ævintýralegt og minnir helst á líf Öskubusku. Birkir er einn efnaðasti núlifandi Íslendingurinn en hann hefur til þess verið huldumaður í íslensku athafnalífi. Saga hans er einstök og er nú loksins komin á bók.

SAGA TIL NÆSTA BÆJAR: Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði sögu Birkis Baldvinssonar  en hann og eiginkona hans Guðfinna Guðnadóttir eru búsett í Arabíu. Þau voru kampakát með rithöfundinum og Elínu Sveinsdóttur eiginkonu hans.

SAGA TIL NÆSTA BÆJAR: Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði sögu Birkis Baldvinssonar en hann og eiginkona hans Guðfinna Guðnadóttir eru búsett í Arabíu. Þau voru kampakát með rithöfundinum og Elínu Sveinsdóttur eiginkonu hans.

Magnað „Það er auðvitað eins og setja í þann stóra að fá að skrifa ævisögu þessa helsta huldumanns íslensks viðskiptalífs til síðustu 50 ára, en Birkir Baldvinsson er án nokkurs efa einhver klárasti og farsælasti athafnamaður sem Ísland hefur eignast, en velgengni hans á því sviði er ævintýri líkustu. En allar góðar sögur eiga sinn harm – og hann er sannarlega að finna í þessari nýjustu bók minni sem ég kalla Allt mitt líf er tilviljun. Birkir elst upp í sárafátækt hjá einstæðri móður sem hverfur að lokum inn í alvarlega hugsýki – og í því ljósi er auðvitað með ólíkindum að syninum hafi tekist að koma sér úr þeim saggafullu kjöllurum sem voru heimkynni hans í fyrstu til þess að vera fyrsti íbúinn í hæsta og flottasta íbúðaturni heims í Dúbaí. Þetta er auðvitað einstök saga og maðurinn sjálfur svo skemmtilegur og vel gerður að ég hafði unun af því að skrifa sögu hans,” segir Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur.

Sigmundur Ernir

MEÐ HERRUM: Elín Sveinsdóttir var svo ljónheppinn að hafa tvo fyrrum ráðherra í takinu, þá Kristján L. Möller og Guðna Ágústsson.

ÿØÿáf@Exif

REYNDUR: Reynir Traustason gaf sér stund á milli stríða og leit við í útgáfuhófið.

 

ÿØÿáipExif

SPEKINGAR SPJALLA: Gullsmiðurinn og ókrýndur konungur Skólavörðustígins Ófeigur og Guðni Ágústson fyrrverandi ráðherra krufu málin til mergjar.

simmi bók

BROSMILDUR OG HRESS: Hans Kristján Árnason lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Séð og Heyrt les bækur.

Related Posts