Ágústa Kolbrún (35) skipti um starfsvettvang:

 

Jógakennarinn og heilarinn Ágústa Kolbrún var komin nokkra mánuði á leið þegar hún ákvað skyndilega að skipta um starfsvettvang.

„Ég átti fyrirtæki sem sérhæfði sig í því að fara með hjálpartæki ástarlífsins í heimakynningar. Síðan þegar ég varð ólétt þá áttaði ég mig á því að þetta passaði ekki saman,“ segir Ágústa Kolbrún sem ákvað síðan í kjölfarið að selja fyrirtæki sitt og snúa sér að allt öðru.

Ágústa Kolbrún Ágústa Kolbrún

ÁGÚSTA: Ánægð í stofunni heima.

Ég spurði sjálfa mig hvað mér þætti skemmtilegast að gera og svarið var jóga. Ég fylgdi því hjartanu og skráði mig í kennaranám hjá Guðjóni Bergmann. Námið var afar krefjandi og strákurinn minn var aðeins þriggja mánaða á þessum tíma sem þýddi að ég var á fullu frá morgni til kvölds.“

Ágústa segir að námið hafi komið sér skemmtilega á óvart og hún hafi fengið annað út úr því en hún hafi búist við í fyrstu. „Ég bjóst við að ég væri að fara vinna sem kennari sem kenndi jóga sem líkamsrækt en síðan þegar á leið þá fann ég að andlegi parturinn átti mun betur við mig heldur en líkamlega erfiðið.“

Aðspurð hvort hægt sé að nota jóga sem hjálpartæki ástarlífsins segir Ágústa svo vera. „Þegar maður stundar jóga fær maður aukinn lífskraft og maður þarf svo sannarlega að vera með lífskraft þegar maður stundar kynlíf. Síðan sakar ekki hvað maður verður liðugur,“ segir Ágústa og skellir upp úr.

 

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt.

 

Related Posts