Vilhjálmur Halldórsson (33) handboltakappi bregður á leik:

Gleði Mikil stemmning var í miðbænum síðastliðna helgi en þá mátti sjá gæsir og steggi bregða á leik. Vilhjálmur Halldórsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, tók áskorun um sjómann við eina glaðlega gæs sem var á vappi um bæinn með vinkonum sínum. Tvennum sögum fer af því hvort þeirra  vann glímuna, en eflaust er þetta góð  upphitun fyrir hjónabandsglímuna sem er framundan hjá verðandi brúðinni.

P1000751

GLEÐI OG GLAUMUR: Gæs í fylgd systur sinnar, þær Eva og Alexandra slettu vel úr klaufunum.

Related Posts