Þórhallur Heimisson (55) kann réttu trixin:

Ástin er yndisleg og fyrst þegar fólk er að kynnast þá er allt svo æðislegt og frábært. En þegar ljósin dofna og neistinn slokknar þá getur það reynst fólki þrautin þyngri að kynda upp aftur það sem einu sinni var. Séra Þórhallur Heimisson hefur boðið hjónum og pörum upp á námskeið síðastliðin ár þar sem að hann kennir pörum að styrkja tengslin.

prestur

Ást ,,Það er mikill fjöldi para sem hefur farið á þessi námskeið gegnum árin. Námskeiðið nýtast í raun öllum. Galdurinn felst í því að á námskeiðinu er ég ekki að segja fólki fyrir verkum, heldur vinnur hvert par út frá sínum forsendum.

Námskeiðin eru hugsuð fyrir þau sem langar til að bæta tengslin við makann og er alls ekki nauðsynlegt að vera á barmi skilnaðar til að taka þátt,”

segir Þórhallur en hann hefur áralanga reynslu á þessu sviði.

Hjonananámskeiðin eru fyrir unga og gamla, gifta og í sambúð og allt þar í milli. Og þau snúast um að hjálpa fólki til að efla ástina, styrkja það sem gott er fyrir og finna ástina að nýju ef með þarf.

,,Í stuttu máli snýst um að hjálpa fólki setja sambandið sitt í forgang. Og svo auðvitað að forðast að lenda aftur í sama fari. Fólk þarf ekki að vera gift til að taka þátt – en auðvitað þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir að vinna þetta saman. Við vinnum þetta með stuttum fyrirlestrum. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Verkefnin á námskeiðinu eru þannig að hver vinnur þau fyrir sig eftir því hvar hann eða hún er staddur eða stödd í sínu sambandi. Og svo auðvitað pörin saman,” segir Þórhallur sem að sjálfsögðu býður fólki upp á einkaviðtöl líka.

prestur

Séð og Heyrt trúir á ástina.

Related Posts