Fær góð fundarlaun frá danska Þjóðminjasafninu:

Danska þjóðminjasafnið hefur lýst því yfir að mynt sem unglingur fann í garði fjölskyldu sinnar í bænum Snöde á Langeland sé þjóðargersemi eða danefæ. Myntin er 400 ára gömul eða frá tíma Kristjáns 4. og er sú eina sinnar tegundar sem fundist hefur í Danmörku.

Það var hinn 14 ára gamli Mathias Holch Kaas sem fann myntina með málmleitartæki. Kaas hefur mikinn áhuga á fornminjum og í fyrra ákvað hann að nota tæki sitt til að skanna kartöflubeð föðurs síns í garði fjölskyldunnar. Hann átti ekki von á neinu en datt óvænt í lukkupottinn þegar tækið nam myntina grafna niður i beðinu.

Í fréttum danskra fjölmiðla kemur fram að myntin og aðrar sambærilegar sem Kristján 4. lét slá á sinni tíð voru ekki til notkunar í Danmörku heldur í viðskiptum við Rússland annarsvegar og Þýskaland hinsvegar. Voru þær því með áletrunum og rússnesku eða þýsku. Slík mynt hefur aldrei áður fundist í Danmörku.

Þar sem búið er að lýsa því yfir að myntin sé þjóðargersemi á Mathias von á góðum fundarlaunum frá Þjóðminjasafninu.

Related Posts