Þorgeir Örn Tryggvason (20) frumkvöðull:

Þau Þorgeir Örn Tryggvason, Ragnar Þór Kjartansson, Viktor Bergmann Bjarkason, Emilía Jóhannsdóttir og Fanney Ragnarsdóttir stofnuðu fyrirtækið Feel Good vegna þáttöku sinnar í fumkvöðlafræði í Versló. Hópurinn selur „þráðlaus“ blutetooth-heyrnartól sem gera neytandanum kleift að hlusta á tónlist í frábærum gæðum og virka einnig sem handfrjáls búnaður. Heyrnartólin eru einkar þægileg í notkun enda engin löng snúra að flækjast fyrir notandanum og því eru þau tilvalinn kostur í ræktina svo eitthvað sé nefnt.

 ÞÆGILEG: Heyrnartólin frá Feel Good eru þægileg og það fer ótrúlega lítið fyrir þeim.

ÞÆGILEG: Heyrnartólin frá Feel Good eru þægileg og það fer ótrúlega lítið fyrir þeim.

Frumkvöðlar „Við erum í frumkvöðlafræði í Versló og okkur langaði að gera eitthvað sérstakt og skemmtilegt, eitthvað sem við höfum áhuga á. Upphaflega ætluðum við að búa til „app“ og eitthvert sælgæti en svo fundum við verksmiðju í Kína sem við höfðum samband við og byrjuðum samstarf við hana. Hún framleiðir heyrnartólin fyrir okkur,“ segir Þorgeir.

„Við höfum verið að vinna með nokkrum íþróttamönnum, eins og til dæmis Gary Martin. Hann leikur til að mynda í auglýsingu hjá okkur. Síðan höfum við verið með kynningar fyrir neytendur og þá fengum við fleiri íþróttamenn með okkur í lið, eins og Helenu Sverrisdóttur, Garðar Gunnlaugsson og Bergsvein Ólafsson, og fengum viðbrögð frá þeim. Við höfum fengið rosalega góðar viðtökur og þá er sérstaklega tekið fram hvað þetta er þægilegt í ræktinni. Ég hitti einmitt Bergsvein í ræktinni um daginn og hann talaði um það hvað það væri þægilegt að hafa enga snúru í heyrnartólunum, það er mjög gott að vita af því að fólk sé að fíla þetta.“

Lestu allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts