Arna Ýr Jónsdóttir (21) kemur á óvart:

Arna Ýr Jónsdóttir, sem var kjörin ungfrú Ísland í glæsilegri athöfn í Hörpu í fyrra, hefur haft mikið að gera síðan hún var krýnd. Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn og var meðal annars kjörin ungfrú EM og var því verðugur fulltrúi Íslands þar, eins og strákarnir okkar. En á milli þess sem hún ferðast um heiminn og aðstoðar stúlkurnar sem eru að keppa í Ungfrú Ísland þá er hún með pensil í hönd – en hún er mjög listræn og málar litrík málverk í frístundum.

FERSK OG HRESS: Arna Ýr er alltaf til í að bregða á leik.

FERSK OG HRESS: Arna Ýr er alltaf til í að bregða á leik.

Listræn  „Ég er að aðstoða Dísu og Fanneyju við að þjálfa stelpurnar sem eru að keppa í Ungfrú Ísland þannig að það er nóg að gera,“ segir Arna Ýr aðspurð.

Stórt málverk í skærum litum mætir viðskiptavinum World Class í Laugum þegar þeir ganga inn í aðalsalinn. Það sem fáir vita er að málverkið er eftir Örnu Ýr.

„Ég mála í frístundum, hef verið að dunda við þetta, ég er með aðstöðu heima þar sem ég mála,“ segir Arna Ýr sem er greinilega margt til lista lagt og hver veit nema hún haldi einkasýningu í framtíðinni. Myndir/Freyja

LISTRÆN FEGURÐ: Arna Ýr Jónsdóttir er listræn fegurðardrottning. Hún stendur við litríkt málverk eftir hana sjálfa en gestir í World Class Laugum ættu að kannast vel við það en það hangir þar.

LISTRÆN FEGURÐ: Arna Ýr Jónsdóttir er listræn fegurðardrottning. Hún stendur við litríkt málverk eftir hana sjálfa en gestir í World Class Laugum ættu að kannast vel við það en það hangir þar.

 

Sjáðu allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts