Það er nýr starfsmaður byrjaður að vinna hjá Séð og Heyrt. Hún er kvenkyns.

Nú hugsið þið kannski af hverju ég er að taka það fram að hún sé kona, skiptir það einhverju máli? Nei, í raun og veru ekki en þetta er samt erfitt fyrir mig. Leyfið mér að útskýra.

Á Séð og Heyrt starfa fjórir blaðamenn. Ég, 23 ára, er augljóslega karlmaður. Hinir starfsmennirnir eru allt konur á fimmtugsaldri og ein af þeim er mamma mín.

Ég ræddi áhyggjur mínar í matartíma um daginn við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Stelpurnar í umbrotinu og á Húsum og híbýlum skilja nákvæmlega um hvað ég er að tala um. Það getur verið mjög erfitt að vera eini karlmaðurinn á skrifstofunni. Ég hugsa ekki eins og þær og þrír á móti einum er aldrei jafn leikur. Við vinnum blaðið saman og það hefur alltaf gengið vel og það er gott að fá mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum.

Eins og gengur á gerist á flestum vinnustöðum kemur oft dauður tími. Þá er fínt að spjalla við félagana um leikina í enska boltanum um síðustu helgi, hvort þú hafir djammað um síðustu helgi eða þá bara hver framtíðarplönin séu.

Nú er ég ekki að segja að konur á fimmtugsaldri horfi ekki á fótbolta en mínar gera það ekki og ég hef engan áhuga á að heyra um einhverjar svaðilfarir þeirra á djamminu. Sérstaklega ekki frá mömmu.

Sem betur fer fyrir mig er ég nú ekki eini karlmaðurinn í fyrirtækinu. Við erum samt í miklum minnihluta. Stundum byrja allar konurnar að hlæja og ég sit þarna eins og kartafla í horninu og skil ekki neitt. Þessi sem var frænku þeirra einu sinni í menntaskóla hætti með gaurnum sem önnur þeirra var einu sinni með og það er víst voðalega fyndið. Ekki veit ég af hverju.

Ég er umkringdur konum á fimmtugsaldri og ein af þeim er móðir mín. Það eru ekki allir sem geta sagt þetta og kannski sem betur fer því eins frábærar og þessar konur eru þá getur verið erfitt að vera eini ungi karlmaðurinn á staðnum.

Garðar B. Sigurjónsson

14445127_10154261776329584_8667166330434361084_o

 

 

Related Posts